Saturday, December 31, 2005

2005 annáll

Já hér ætla ég að skrifa nokkur atriðið sem standa upp úr árinu sem er að líða. Þau eru ekki í neinni sérstakri röð.

1. Eignaðist loksins kisu :)
2. Langamma dó :(
3. Við Ívar héldum upp á 10 ára sambandsafmæli :)
4. Við héldum svo upp á 5 ára trúlofunarafmæli :)
5. Útskrifaðist sem grunnskólakennari :)
6. Ívar fékk vinnu hjá Mentor :)
7. Ég fór að vinna í Sæmundarseli :)
8. Ég og Berglind fengum 9,5 fyrir lokaritgerðina okkar :)
9. Lungað í Ívari féll saman að hluta :(
10. Ívar fór tvisvar til Stokkhólms :( :)
11. Gunnar og Sigrún giftu sig :) :)
12. Gunnar og Sigrún tilkynntu að þau ættu von á barni :) :)
13. Daníel Stefán flutti til Reykjavíkur til Gunnars og Sigrúnar :)
14. Amma og afi fluttu aftur til Íslands :)
15. Svavar og Fríða eignuðust Freyju Björt :) hún kom þó nokkuð fyrir tíman :( en allt gengur vel :)
16. Fór í frábærar ferðir upp á hálendi með Theó, Fanney og Kollu :)
17. Byrjaði í ræktinni :)
18. Hætti í ræktinni :(
19. Fór á Höfn á humarhátíð :)
20. Fór í Hrísey :)
21. Hætti að vinna á Hlíðaborg :(
22. Eignaðist fullt af góðum vinum :)
23. Óli frændi og Þórný eignuðust Björn Steinar :)
24. ÉG FÉKK BÍLPRÓF :)
25. Ég varð 25. ára :)

Já þetta er nú bara það sem ég man í augnablikinu :) En eins og þið sjáið þá hefur þetta ár bara verið nokkuð gott :) og er ég mjög sátt við það fyrir utan nokkur áföll.

Vona að næsta ár verði einnig gott og hlakka ég til að byrja á því :)
Gleðilegt nýtt ár :) og takk vinir fyrir allt það gamla :)

Friday, December 30, 2005

Ísskápur óskast ódýrt eða gefins :)

Endilega látið mig vita ef þið viljið losna við ykkar ísskáp eða vitið um einhvern sem er að selja eða gefa :D

Thursday, December 29, 2005

Komin í borgina :D

Já þá er maður komin aftur í borgina eftir frábæra viðveru í Hrísey. Við fórum með Leó til Hrundar í pössun um kvöldið þann 20. des. og var það mjög erfitt að fara frá honum. Leó greinilega þekkti mömmu sína aftur og nuddaði sér alveg þvílíkt upp við hana og auðvitað var ég næstum farin að skæla við það hehehe. En ég vissi að hann yrði í mjög góðum höndum þannig að aðskilnaðurinn var auðveldari fyrir vikið :).

Við lögðum af stað um níu þann 21. des og tókum þrjú ferðina í Hrísey. Við þurftum þó að bíða aðeins eftir ferjunni þannig að við fórum í "vinabæinn" Dalvík og þar var komið við á vínbúðinni. Ferðin gekk mjög vel og var smá snjór á veginum að Borgarnesi og svo hálka á Öxnadalsheiðinni og í dalnum.

Við vorum í átta daga í Hrísey og gerðum eiginlega ekki neitt híhí. Ég fór tvisvar út í búð og svo var það eiginlega ekkert meir heldur lágum við í sófanum horfandi á sjónvarpið eða sátum og spiluðum og kjöftuðum við tengdó. Frábært alveg hreint.
Ég fór nákvæmlega ekkert á netið allan þennann tíma og mér fannst eiginlega bara frábært að fá smá pásu frá netinu :) en samt gott að komast aftur í það híhí.
Ég borðaði alveg þvílíkt góðan mat og át fullt af súkkulaðimolum :) Svo fékk ég alveg fullt af pökkum :) Ívar gaf mér útivistarpeysu og úr og Leó gaf mér eyrnarlokka híhí. Æðislega flott :D. Við fengum í matarstellið okkar frá mömmu og pabba. Pizzuofn frá tengdó. Foundupott frá pabba. Fengum frá Gunnari og Sigrúnu æðislega mynd sem Gunnar tók. Kökuhníf frá Kjartani, Guggu og Ingimar. Spil frá Antoni og Vilborgu. Steikarhnífa frá Guggu og Trausta (afa og ömmu). Gjafarkort í Kringluna frá Gunnu og Gunnari (afa og ömmu). Held að ég sé ekki að gleyma neinu :) en kem með það þá síðar!! En takk kærlega fyrir okkur :D. Við fengum svo mjög mörg jólakort, takk kærlega fyrir það. Því miður er ég svo mikill sauður að ég var of sein að senda þau.... og finnst hálf asnarlegt að gera það núna svo ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári :)

Ferðin heim gekk svo mjög vel :) næstum sumarfærð hehe ótrúlegt alveg! Það var þó ekkert sérlega gaman að koma heim því það tók ekkert á móti okkur nema viðbjóðsleg lykt :( Já ískápurinn er ónýtur! og auðvitað þurfti það að gerast þegar við vorum ekki heima! Frekar fult. En við finnum eitthvað út úr þessu eins og öllu :) En hafið það gott á gamlárskvöld og farið varlega :) bless

Tuesday, December 20, 2005

Púfffff :O

Jamm og jæja þá er maður komin í jólafrí :) jíbbý. Dagurinn í dag er búin að vera þvílíkt erfiður hehe, en við Ívar þurftum að fara með Leó í seinni sprautu og að venju var hann frekar brjálaður í bílnum híhí greyið snúllinn. Frá dýralækninum fórum við til Hrundar sem ætlar að vera svo góð og passa hann fyrir okkur :) Takk fyrir það Hrund :) Það var rosalega sætt að sjá hvað Leó man eftir mömmu sinni híhí, strauk sér alveg upp við hana. Henni var nokkuð sama til að byrja með en var svo ekkert voða hrifin af þessum strák hehe en vona að það breytist :) Ég átti mjög mjög erfitt og á enn :( Ég sakna hans svo mikið og það var rosalega sorglegt að enginn koma að taka á móti manni þegar heim var komið en maður verður víst að venjast þessu.

En eftir þetta fórum við upp í Kópavog til afa og ömmu með pakka og fengum við líka pakka :D víví það er alltaf gaman híhí. Þaðan var farið til afa og ömmu í Hörðalandi og fengum við líka þar pakka :D og svo þaðan að kveðja pabba :D

Loksins þegar við komum heim beið eftir okkur drasl og fleiri verkefni. Jú við urðum auðvitað að pakka niður og okkur þykir það ekkert sérstaklega skemmtilegt :S Svo er maður að reyna að taka pínu til hér en ég er bara orðin úber sibbin þannig að ég held að ég fari nú bara að sofa.

Líklega blogga ég ekkert fyrr en ég kem heim þann 30. des. En ég, Ívar og Leó viljum óska allri fjölskyldu okkar og vinum gleðilegra jóla :) Hafið það sem allra allra best!!!

P.s. Ég ætlaði að senda út jólakort .... Ég náði því bara því miður ekki :( En þið fáið þau þá bara eftir jólin híhí. sorrí :D og Theó, líst þér ekki á að við hittumst fljótlega eftir að ég kem heim og við verðum með svona litlu jól saman :D hehe. En annars hafið það gott og verið góð hvort við annað!!.... Nenni ekki að lesa þetta yfir svo ég biðst afsökunar á stafsetningarvillum ;)

Bless í bili.

Sunday, December 18, 2005

Saturday

Jamm ég er ekkert rosalega hugmyndarík þegar kemur að tiltlum en æji mér er alveg sama :O)

Laugardagurinn fór í algjöra leti og gerðum við Ívar nákvæmlega ekki neitt. En svo kom Berglind mín og sótti mig og fórum við í partý með vinkonum hennar uppí Kópavogi. Þetta var mjög skemmtileg þangað til að mér varð orðið illt í mallanum mínum þannig að ég þambaði einhvern helling af vatni og kom mér aftur í gang :) Það virkaði samt ekkert mjög vel :( Við skelltum okkur á Torvaldsen og fengum okkur að ég held Múhító sem er virkilega ógeðfelldur drykkur :S Berglindi fannst hann nú mjög góður en hentar mér ekki. Ívar sem var búinn að vera í innflutningspartý hjá vini sínum Týra hitti okkur svo á Torvaldsen. Við ákváðum að rölta á Óliver en þegar þar var komið var röð niðrá Hlemm eða svona nálægt því þannig að við hjúin ákváðum bara að kveðja hana Berglindi okkar og halda heim á leið. Sem ég var mjög ánægð með þegar ég vaknaði svona dundur hress í morgun :O)

Dagurinn í dag hefur verið vel busy! Tók aðeins til hér þegar ég vaknaði og knúsaði kisurnar :D Vakti svo Ívar og dró hann með mér í Kringluna til að ganga frá síðustu jólagjöfunum, sem tókst alveg þrusu vel :D. Héldum svo á stælinn og fengum okkur þennan góða borgara. Drifum okkur heim til að klára að pakka inn gjöfunum og urðum við að hafa hraðar hendur á því bróðir Ívars var að koma að sækja gjafir og koma með gjafir :) Eftir að hann var farinn kom Lína og Raggi að sækja snúlluna sína. Ohhh það var sko ekkert svaka auðvelt, maður saknar hennar og þá sérstaklega Leó sem hefur bara sofið síðan hún fór.

Smá breyting á ferðaáætlun :( Förum víst ekki norður á þriðjudag eins og ég var búin að gera ráð fyrir heldur förum við á miðvikudaginn samt snemma!!! Það varð víst einhver misskilningur milli okkar Ívars, ekki þá í fyrsta skiptið híhíhí :D

ÚÚÚÚ hvað er kalt brrrr :S ég ætla að fara og kúra mér undir teppi og glápa á sjónvarpið eða kíkja í bók :D Hafið það gott og heyrumst :O)

Saturday, December 17, 2005

Saturday

Sælar :O)
Jamm það kemur víst laugardagur á eftir föstudegi, sem er nú bara gott mál. Við Ívar gerðum lítið í gærkvöldi. Sátum bara hér heima og hlustuðum á góða tónlist, fínt og rólegt kvöld s.s. Ívar er að fara í innflutningspartý hjá Týra vini sínum í kvöld en ég er að fara með Berglindi. Hún er að fara að heimsækja vinkonur sínar og ætlar að vera svo skemmtilega að taka mig með sér :O).

Ég ætlaði nú að gera ótrúlega margt í dag en ég bara hreinlega nenni engu :( sem er nú ekkert mjög sniðugt þar sem ég á eftir að kaupa fjórar jólagjafir og eina afmælisgjöf :( einnig þarf virkilega að þrífa hér heima, er að spá í að bjóða bara í verkið. Er hér einhver til í að þrífa tveggjaherbergja íbúð fyrir pening hahahaha :O)En Ívar er mjög sáttur við þessa leti mína þá fær hann tækifæri að horfa á The Office.... sem mér þykir nú ekkert mjög spennandi þættir.
Annars hafið það super gott og heyrumst later :D


En ég var að lesa eina fyndnustu frétt sem ég hef lesið í langan tíma hahaha, læt hana fylgja með:

„Geimfarar“ plataðir í raunveruleikaþætti
Þremur keppendum í breska raunveruleikaþættinum „Space Cadets“ eða „Geimkadettar“ var talin trú um að þeim hefði verið skotið út í geim frá þjálfunarbúðum geimfara í Rússlandi. Í raun sátu þeir í líkani af geimskipi í vörugeymslu nokkurri í Suffolk á Englandi.

Keppendurnir urðu að vonum hissa þegar þeir komust að sannleiknaum en náðu sér þó fljótt af vonbrigðunum þegar þeim var tilkynnt að þeir hefðu unnið 25.000 pund hver, um 2,8 milljónir króna. Einn keppenda sagðist þó vera afar miður sín yfir hrekknum.

Geimkadettarnir urðu þó nokkuð tortryggnir þegar að því kom að heiðra rússneskan hund að nafni Bimby um borð í geimskipinu. „Þetta er geimskip en þó finnst mér eins og þetta sé hjólhýsi,“ sagði þá múrarinn Paul French sem var einn keppenda. „Æ, maður, við erum ekki geimfarar. Við erum asnar,“ sagði Paul eftir að allt komst upp.

Tíu keppendur voru í þættinum í byrjun og kepptu sín á milli um að verða „fyrstu geimferðamenn Bretlands,“ en stjórnandi þáttarins er þekktur grínisti þar í landi, Johny Vaughan. Fréttavefur BBC greindi frá þessu.

Friday, December 16, 2005

Friday !!

Góða kvöldið :O)
Hér er allt fínt að frétta og vonandi er það sama hjá ykkur! Við Ívar erum nú farin að bíða eftir að komast í jólafrí. Förum norður í Hrísey á þriðjudaginn, vona bara innilega að það verði þokkalegt veður. Spurning hvort maður prufi loksins að keyra á þjóðvegi 1 :) er nú samt ekkert voða viss híhíhí.
Annars er hún Emilía hjá okkur. Hún er búin að vera hjá okkur síðan á þriðjudagskvöldið þar sem Raggi og Lína er í Stokkhólmi en þau koma aftur á sunnudag. Þau eru alveg yndisleg saman :O) veit ekkert hvort ég tími að skila henni híhí. Annars er ég með augastein á einum hreinræktuðum norskum en Ívar er ekki jafn hrifinn híhí.
Leó fer svo til Hrundar á mánudagskvöldið býst ég við. Ohhh hvað ég á eftir að sakna hans :( ég get einhvern veginn ekki hugsað mér að fara frá honum ufff :(. Annars hefur hann ekkert viljað kúra hjá mér síðan Emilía kom fyrr en í nótt :) það var svaka notarlegt.
Mér þykir það alveg svakalega furðulegt að vera ekki í prófum eða á fullu að klára einhver verkefni. Mér finnst ég hafa það svo gott miðað við svo marga! Þó langar mig að mennta mig meira þótt það þýði próf og verkefnaskil! Ég hef smá verið að velta fyrir mér stjórnunarnáminu í kennó eða sérkennslu, held nú að ég yrði fín í sérkennslunni :) Virðist henta mér ágætlega bara. Annars ætla ég nú að halda áfram á mínum frábæra vinnustað, Sæmundarseli/Ingunnarskóla, í einhvern tíma. Svo kannski tekur maður sér námsfrí eða fer í fjarnám. Veit nú samt ekki hvort hægt sé að taka sérkennslu í fjarnámi. Best að fara bara og tékka á því :O)
En endilega hafið það sem allra allra best og njótið þess innilega að vera til :) bless snúllur. (endilega commentið því ég er ekki með neina gestabók :)) bless í bili!

Tuesday, December 13, 2005

ALLT Í LAGI ÞÁ ÍVAR

HAHAHAHA já hann Ívar er búinn að vera að nöldra í mér hvort ég sé ekki búin að blogga. Ég bara nei hef nú ekki gert það enn og skildi nú ekki alveg hvað voða hann væri upptekinn af þessu. En málið er að hann vildi að ég myndi segja ykkur að það eru komnar inn myndir af heimsókn Emilíu. Þær eru alveg frábærar :O) Njótið!!!

SEM SAGT!!! ÞAÐ ERU KOMNAR INN NÝJAR MYNDIR :o)

happy know Ívar minn!! híhíhí

Sunday, December 11, 2005

Gæti ekki verið meira satt híhíhí munar einu ári :O)

You Are 24 Years Old

Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe.
13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.
20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences.
30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more!
40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.
What Age Do You Act?

Ágætis helgi

Halló :O)
Já þetta er búið að vera fín helgi. Fórum á jólahlaðborð á föstudagskvöldið með vinnunni hans Ívars. Það var mjög gaman og góður matur. Fórum svo á Oliver, sem er þessi líka hörmungar staður, alls ekki fyrir mig né Ívar! En skemmtum okkur samt vel :O) Vorum svo komin heim um hálf fimm!! Veit ekki hvenær ég hef verið svona lengi niðrí bæ, allaveg nokkuð langt síðan hehehe.

Í gær kom svo Lína og Raggi með Emilíu systir Leó. Hún var mjög svo feimin og var bara undir sófa. Lína og Raggi fóru svo á Flúðir í sumarbústað og Emilía varð eftir. Það urðu nú engin fagnaðarlæti heldur slóust þau þvílíkt mikið og búin að gera það í ca. sólarhring. Núna liggja þau á sitthvorum staðnum og sofa. Ég held nú að mestu hafa slagsmálin verið leikur en samt var Leó nú ekkert rosalega hrifinn af henni, orðinn greinilega frekar eigingjarn á okkur. Þau eru bæði með smá rispur á nebbanum sínum en mér sýnist það vera allt í lagi. Hrund ætlar held ég að koma á eftir og sjá þau saman. En ef ekki þá erum við búin að taka fullt af myndum af þeim vera að slást og borða hehe, þau eru algjörar dúllur :) Við setjum myndirnar inn vonandi fljótlega!

Annars er bara allt fínt að frétta af okkur :O) Ívar er þó að vinna í allan dag því við ætlum norður um jólin og hann er að vinna af sér fríið! Við förum þann 20. des þannig að ég næ afmælinu hennar mömmu sem er þann 19. Við ætlum að vera hjá mömmu og pabba um áramótin :) og komum því aftur í bæinn 29. des. Það verður rosa gott að komast í Hrísey og ná að slaka aðeins á og láta stjana í kringum okkur híhíhí.

En hafið það gott og passið að jólastressið nái ekki yfirtökunum á ykkur :O) ég er einmitt að fara að skrifa jólakort og pakka inn jólagjöfum. Ég á nú bara eftir að kaupa gjöf handa Ívari, mömmu og litlu frændunum okkar þeim Benedikt og Ingimar og þá er þetta bara komið. Þetta eru líka erfiðustu gjafirnar :S veit ekkert hvað ég á að gefa strákunum! Hvað gefur maður 9 ára guttum eiginlega :S.... föt? Leikföng? Nammi? hehe er algjörlega tóm, endilega commentið hugmyndir ;)

Annars ætla ég að ljúka þessari færslu með því að óska henni Unni Birnu (þótt ég sé nokkuð viss um að hún lesi þetta ekki hehe) innilega til hamingju með sigurinn og ég held að land og þjóð getum verið stolt og montin af henni. Hún að mínu mati bara af í þessari keppni og var rosalega flott og fín :O)

Heyrumst skemmtilega fólk!!!

Sunday, December 04, 2005

Kitlandi gleði :O)

Var kitluð af Hrund :O)
gjössovel!!!

Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
1. Læra þýsku
2. Flytja til Þýskalands
3. Kaupa mér jeppa og snjósleða
5. Búa upp á Hálendi í eitt ár
6. Eignast barn/börn
7. Gifta mig

Sjö hlutir sem ég get:
1. Búið til verkefni
2. Hlustað
3. Eldað góðan mat
4. Pikkað mjög hratt
5. Vaknað kl. hálf sex til að fara í ræktina
6. Tekið góðar myndir (oftast)
7. Sett jólaseríu í gluggann....fyrir rest.

Sjö hlutir sem ég get ekki:
1. Sungið
2. Setið lengi í bíó
3. Skilið Leó eftir einan heima lengur en í 9 tíma.
4. Borðað á morgnana
5. Verið of sein
6. Sofið lengur en til níu um helgar
7. Verið reið lengi

Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
1. Húmor
2. Hreinskilni
3. Varir
4. Þolinmæði :O)
5. Öryggi
6. Falleg augu
7. Hlýleiki

Sjö frægir karlmenn sem heilla mig:
1. George Clooney
2. Viggo Mortensen.
3. Jude Law
4. Hilmir Snær
5. Nelson Mandela
6. Fredrik krónprins af Danmörk
7. prins Haakon af Noreg :O)

Sjö orð eða setningar sem ég segi oftast:
1. Já, okei!
2. Ertu að grínast eða???
3. Leó, Leó, hvar er boltinn???
4. Sorrý, kom vitlaust út úr mér :S
5. Jæja eigum við ekki að fara að drífa okkur.
6. Æji........ ég get ekki sofnað :(
7. Hvað er málið!! Klukkan er orðin þrjár mínútur yfir!

Sjö manneskjur sem ég ætla að kitla:
1. Theó
2. Heiðrúnu
3. Sigurlaugu
4. Dagrúnu
5. Fanneyju
6. Kollu
7. Sigrúnu Huld :O)

:O) ENJOY!!