Sunday, July 16, 2006

Eruð þið ekki í sumarskapi......

:S það vantar nú eitthvað á sumarskapið þar sem veðrið er búið að vera eintómur viðbjóður :(:( en það virðist vera fara batnandi svo maður heldur í vonina.
Það var alveg yndislegt hjá okkur Ívari í bústaðnum á Flúðum. Við fórum að skoða Gullfoss, Geysi, Hjálparfoss, Þjóðveldisbæinn, Skálholt og Hverið. Einnig fórum við í heimsókn til ömmu og afa í Grímsnesinu þar sem þau hafa byggt sér bústað. Gunnar bróðir, Sigrún og Obba Dóra komu í heimsókn til okkar og voru hjá okkur eina nótt. Það var alveg frábært að hafa þau :)Við s.s. komum svo aftur í bæinn á fimmtudaginn og erum bara búin að vera í rólegheitunum hér heima en erum svo að fara norður í fyrramálið. Við byrjum á því að fara í Mývó í bústað hjá tengdó. Þar ætla ég að reyna að hitta Theó vinkonu og fara með henni í jarðböðin, kíkja á Laugar og reyna að heilsa upp á fólkið þar. Við förum svo til Hrísey City á fimmtudeginum þar sem Hríseyjarhátíðin verður um helgina. Framhaldið er svo óráðið en það er spurning hvort við verðum þar til 31. júlí eða förum kannski vestur á Ísafjörð. Við allavega verðum komin heim fyrir 1. ágúst þar sem Ívar þarf að fara að vinna :( Það er ennþá óráðið hvað við gerum svo um versló en kannski eltum við mömmu einhvert :) þar sem hún verður LOKSINS komin heim frá Spáni vívíví, hlakka til að fá hana heim híhí :)

En annars hafið það rosalega gott og ENDILEGA KOMIÐ Á HRÍSEYJARHÁTÍÐINA :):)
Bless í bili ;)