Saturday, April 29, 2006

Laugardagur og aðeins...

38 dagar í Frakkland :):) úff hvað maður er orðinn spenntur híhí!!

En já það er laugardagur og svona er skipulagið fyrir daginn:
Þrífa
Setja í vél
Fara í bónus
Kaupa afmælisgjöf
Baða mig
Dressa mig
Mála mig
Greiða mér
og drekka mig xxxxx hehe !!!

Já þokkalegt skipulag það og ég er nú búin með atriðið númer eitt og tvö og klukkan var að slá tíu :):) Bara nokkuð ánægð með sjálfa mig!!

Annars er ég að fara í rútu frá Hamraborg kl. sjö og þaðan liggur leiðin upp á Kjalarnes í fertugsafmæli hjá henni Kötu minni :) Ohhh hvað það verður örugglega frábært!! Annars á ein af hrauneyjargellunum hún Hrabba afmæli í dag!! Þrítug ófurskutla :) TIL HAMINGJU ELSKAN MÍN OG MÉR FINNST MJÖG LEIÐINLEGT AÐ GETA EKKI VERIÐ MEÐ ÞÉR Í KVÖLD. Það er nú eiginlega alveg ótrúlegt hvað allt þarf að vera á sama tíma en svona er þetta bara, maður getur víst ekki verið á tveimur stöðum í einu!!

Annars er mér farið að hlakka mjög mikið til næsta skólaveturs. Hann Hjörtur vinur okkar Ívars að norðan fer að vinna í Sæmundarseli og mér finnst það alveg frábært :) Gaman þegar gamlir vinir enda á sama stað hehehehe.... já ég er ekki enn vöknuð :)

Jæja, ætli það sé ekki best að fara og hengja upp og vekja letihaugana á þessu heimili!! Eða skunda bara ein í búðina! Ætli það sé búið að opna Bónus, ja það er spurning!

En well hafið það gott elskurnar mínar sem nennið eitthvað að kíkja hér inn :) see ya!

Friday, April 28, 2006

Tók þetta próf

Meðaleinkunin mín var sjö í þessu prófi og kom það mér dálítið á óvart hvað þetta eru lágar tölur :S En ég er nokkuð viss um að hafa ekki skilið nákvæmlega allt sem var verið að spyrja um þar sem ég er nú ekki sú besta í enskunni :) en svona er þetta!!
En prufið þið :) http://www.monkeyquiz.com/life/rate_my_life.html

Here Are Your Results: 7
Life: 7
Mind: 6
Body: 6.8
Spirit: 7.1
Friends/Family: 4.1
Love: 6.9
Finance: 6.4

Thursday, April 20, 2006

Kisublogg

Jæja kominn tími á smá blogg :)

Mamma er komin heim frá Varna, kom í gærkvöldi og fór ég ásamt Óskari pabba að sækja hana. Það var alveg yndislegt að fá hana heim ég er þvílíkt búin að sakna hennar. Skrýtið hvað maður er háður manneskjum, maður er eitthvað svo tómur þegar hún er ekki til staðar híhí en nú er hún komin heim og þá er allt gott :)

Annars langaði mér að tileinka þetta blogg kisunni minni honum Leó. Hann er alveg hreint ótrúlegur :) Jæja hann er t.d. orðinn 4,8 kg!! Og er aðeins 8 mánaða híhí. Hann sefur alltaf uppí hjá okkur (þótt sumum finnst það ógeðslegt þá er það bara ykkar mál). En já hann sefur þá oft á milli okkar á bakinu og hrýtur. Svo er það nýjasta hjá honum að sofa á bakinu á mér hahaha það getur nú verið frekar óþægilegt stundum því hann er nú ekki beint léttur þessi köttur.
Þegar honum vantar athygli eins og t.d. núna þá er ég með fæturnar upp á öðrum stól og hann liggur ofan á fótunum á mér svo pikkar hann létt í þær til að fá smá klór, algjör rúsína.
Honum finnst sérlega gott að liggja upp á sófabakinu og um daginn sat Ívar í sófanum með hendina upp á bakinu og þá kemur Leó og "sparkar" í hendina á honum svo hann myndi færa sig til þess að geta lagst!! Það var alveg ótrúlega fyndið híhí.
Í morgun vaknaði ég við að hann var að kurra við rúmið hjá mér. Ég leit upp og þá stökk hann upp á tösku sem liggur við skápinn og hoppar upp og hengur í haldinu til að opna skápinn og hreyfir sig fram og til baka en honum tókst nú ekki að opna hann. Svo fer ég fram úr og finn mér föt og gleymi að loka skápnum. Þegar ég kem aftur inn í svefniherbergi er hann búinn að henda buxunum mínum og bolum niður á gólf og situr í rúminu með kanínuskinnið mitt og er að sleikja það!! Sko þetta gerðist á einni mínútu hahaha. Ég var nú ekki beint sátt og henti honum út og setti fötin aftur inn í skáp! Þá byrjar hann að mjálma og kurra á mig þangað til ég opnaði skápinn aftur. Hann var mjög snöggur og stökk upp í þriðju hillu þar sem kanínuskinnið lá og settist hjá því hahahaha en það er nú ekki beint í boði að hanga inn í skáp þannig að ég dröslaði honum aftur fram og varð hann vel móðgaður!! Æji ykkur finnst þetta kannski ekkert skemmtileg lesning en mér finnst hann bara svo ótrúlega sniðugur híhíhí.
Pabbi á kisu sem heitir Tara og eru þau alveg ótrúlega góðir vinir. Þau hlaupa hér út um allt og leika sér og kúra stundum saman :) Það er ferlega skemmtilegt að horfa stundum á þau!
Ég reyni að taka myndir sem fyrst af þeim og set inn á síðuna :)

Annars er bara allt gott að frétta og nú eru aðeins 47 dagar þangað til ég fer með Theó, Fanney, Hröbbu, Mandý og Kollu til Frakklands :) ohhhh hvað það verður æðislegt :D. En hafið það sem allra allra best og gleðilegt sumar :D er farin að kaupa mér myrkratjöld svo ég geti sofið lengur en til sex :(

Friday, April 14, 2006

Tími á blogg kannski

Jæja best að rita hér eitthvað :)hef verið alveg ótrúlega léleg við þessi skrift híhí en hér kemur eitthvað.
Það er nú svo sem ekkert að gerast hjá manni :) Mér líður stundum eins og ég sé eitthvað týndur. Eftir að við fluttum til pabba held ég að vinir manns haldi að maður sé bara ekki til lengur. Enginn hringir, enginn kemur o.s.frv. Maður svo sem gæti alveg verið duglegri við þetta sjálfur en mér finnst ég nú alveg hafa verið dugleg við það og auðvitað er nauðsynlegt að fólk hafi líka samband á móti. En svona er þetta bara, allir nokkuð uppteknir við sitt eigið líf sem er bara jákvætt :)

En nú er föstudagurinn langi. Ég á því miður engar góðar minningar frá þessum degi og þeir sem þekkja mig vel vita nákvæmlega hvað gerðist á þessum degi þegar ég var tólf ára gömul. Ótrúlegt hvað leiðinlegar minningar sitja alltaf sem fastast en maður er fljótur að gleyma þessum góðu. Þetta ætti að vera þveröfugt auðvitað en því miður er það bara ekki þannig.

Já þetta er víst ekkert skemmtilegt blogg híhíhí en ég skal reyna að vera jákvæð og segja ykkur hvernig sumarið mitt verður líklega :D:D
Þann 6. júní er ég að fara til Frakklands með hrauneyjarskvísunum þeim Fanney, Theó, Hröbbu, Mandý og Kollu. Þetta verður alveg snilldar ferð það er sko alveg á hreinum :) Vona bara innilega að Heiðrún og Dóra komast líka, þær verða bara að koma :)
Við Ívar ætlum svo að reyna að komast eitthvað í hitann í sumar en það er ekki alveg búið að ákveða hvert við ætlum. Kannski Benedorm, Tenerife eða Marmaris :) Þetta á allt eftir að koma í ljós eftir helgi og hvert sem við förum verður það alveg örugglega yndislegt :)

Allt gengur vel í vinnunni þótt svo að maður sé orðinn pínu þreyttur. En ég elska það sem ég er að gera og líður alveg svakalega vel með allt sem ég hef gert í vetur. Ég er að kenna yndislegum krökkum sem vonandi hafa eitthvað lært af mér :) annars er ég í vondum málum híhíhí.

Það fer svo í taugarnar á mér hvað margt óréttlátt er til í þessum heimi. Ég á stundum erfitt með að skilja hvað fólk er að spá. Vinur minn er í stríði við móður sína!! WHAT það er alveg ótrúlegt hvað fólk getur bara ekki samgleðst börnum sínum og leyft þeim að lifa sínum lífi eins og það vill, ég meina ef það er heilbrigt líf hvaða rétt hafa foreldrar að skipta sér að því ef börn þeirra eru orðnir fullorðnir einstaklingar.
Svo er vinkona mín að berjst við sitt stríð s.s. að reyna að eignast börn en ávallt skal hún tapa fyrir þeirri baráttu og svo er fullt að fólki sem er algjörlega út úr kú að drita niður börnum og hafa hvorki efni né VIT á að hugsa um þau. Já þetta er óréttlátt líf. En þetta er svona og verður svona um alla ævi því miður.

Úff mér sem gekk svo að vera jákvæð í smá stund híhí. Ætli það sé ekki bara best að hætta þessum skrifum og reyna að koma með eitthvað skemmtilegra blogg seinna.

Annars er mamma ný lent í London og á eftir að fljúga þaðan til Varna :) svaka gaman hjá henni híhíhí.

Bið að heilsa ykkur, og endilega commentið svona bara til að sjá að einhverjir hafa ekki gleymt mér híhí. Gleðilega páska og hafið það sem allra allra best :)