Friday, April 14, 2006

Tími á blogg kannski

Jæja best að rita hér eitthvað :)hef verið alveg ótrúlega léleg við þessi skrift híhí en hér kemur eitthvað.
Það er nú svo sem ekkert að gerast hjá manni :) Mér líður stundum eins og ég sé eitthvað týndur. Eftir að við fluttum til pabba held ég að vinir manns haldi að maður sé bara ekki til lengur. Enginn hringir, enginn kemur o.s.frv. Maður svo sem gæti alveg verið duglegri við þetta sjálfur en mér finnst ég nú alveg hafa verið dugleg við það og auðvitað er nauðsynlegt að fólk hafi líka samband á móti. En svona er þetta bara, allir nokkuð uppteknir við sitt eigið líf sem er bara jákvætt :)

En nú er föstudagurinn langi. Ég á því miður engar góðar minningar frá þessum degi og þeir sem þekkja mig vel vita nákvæmlega hvað gerðist á þessum degi þegar ég var tólf ára gömul. Ótrúlegt hvað leiðinlegar minningar sitja alltaf sem fastast en maður er fljótur að gleyma þessum góðu. Þetta ætti að vera þveröfugt auðvitað en því miður er það bara ekki þannig.

Já þetta er víst ekkert skemmtilegt blogg híhíhí en ég skal reyna að vera jákvæð og segja ykkur hvernig sumarið mitt verður líklega :D:D
Þann 6. júní er ég að fara til Frakklands með hrauneyjarskvísunum þeim Fanney, Theó, Hröbbu, Mandý og Kollu. Þetta verður alveg snilldar ferð það er sko alveg á hreinum :) Vona bara innilega að Heiðrún og Dóra komast líka, þær verða bara að koma :)
Við Ívar ætlum svo að reyna að komast eitthvað í hitann í sumar en það er ekki alveg búið að ákveða hvert við ætlum. Kannski Benedorm, Tenerife eða Marmaris :) Þetta á allt eftir að koma í ljós eftir helgi og hvert sem við förum verður það alveg örugglega yndislegt :)

Allt gengur vel í vinnunni þótt svo að maður sé orðinn pínu þreyttur. En ég elska það sem ég er að gera og líður alveg svakalega vel með allt sem ég hef gert í vetur. Ég er að kenna yndislegum krökkum sem vonandi hafa eitthvað lært af mér :) annars er ég í vondum málum híhíhí.

Það fer svo í taugarnar á mér hvað margt óréttlátt er til í þessum heimi. Ég á stundum erfitt með að skilja hvað fólk er að spá. Vinur minn er í stríði við móður sína!! WHAT það er alveg ótrúlegt hvað fólk getur bara ekki samgleðst börnum sínum og leyft þeim að lifa sínum lífi eins og það vill, ég meina ef það er heilbrigt líf hvaða rétt hafa foreldrar að skipta sér að því ef börn þeirra eru orðnir fullorðnir einstaklingar.
Svo er vinkona mín að berjst við sitt stríð s.s. að reyna að eignast börn en ávallt skal hún tapa fyrir þeirri baráttu og svo er fullt að fólki sem er algjörlega út úr kú að drita niður börnum og hafa hvorki efni né VIT á að hugsa um þau. Já þetta er óréttlátt líf. En þetta er svona og verður svona um alla ævi því miður.

Úff mér sem gekk svo að vera jákvæð í smá stund híhí. Ætli það sé ekki bara best að hætta þessum skrifum og reyna að koma með eitthvað skemmtilegra blogg seinna.

Annars er mamma ný lent í London og á eftir að fljúga þaðan til Varna :) svaka gaman hjá henni híhíhí.

Bið að heilsa ykkur, og endilega commentið svona bara til að sjá að einhverjir hafa ekki gleymt mér híhí. Gleðilega páska og hafið það sem allra allra best :)

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég er sko ekkert búin að gleyma þér;) Kíki alltaf reglulega hérna inn í von um nýtt blogg og svo loksins...:)

Satt með slæmar minningar, maður heldur ósjálfrátt fastar í þær en þær góðu, sorglegt! Vonandi verður gaman hjá ykkur í kvöld og morgundagurinn góður:)

Kv. Hanna

1:59 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já það lítur aldeilis út fyrir spennandi sumar hjá þér, um að gera að njóta þess. Já maður þarf stundum að minna sig á það að líta á björtu hliðar lífsins því þær eru yfirleitt fleiri en þær slæmu. Njóttu þess sem eftir er af páskunum og hafðu það gott :)

3:30 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég er sko ekki búin að gleyma þér!! Ætla rétt að vona að þú vitir það alltaf ;) Enda enginn annar sem getur lífgað mig svona ansi vel við hahahaha og hjálpað mér að standa við ákvarðanir ;)... Grunsamlegt að Heiðrún minntist ekkert á Frakkland hmmm.... hahahaha

1:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já þetta var Theó sem var að kommenta hér að ofan...

1:30 PM  

Post a Comment

<< Home