Thursday, January 19, 2006

Hellú :)

Hæ hæ
Ég ætlaði að skrifa hér eitthvað í fyrradag en fattaði eftir smá stund að ég hafði nákvæmlega ekkert að segja híhíhí. Það hefur nú orðið lítil breyting á en ég ætla samt að skrifa smotterí!
Það gengur mjög vel í vinnunni :) Ég er rosalega ánægð að hafa farið að vinna þarna og er alveg svakalega heppin með vinnufélaga, þær eru alveg frábærar. Bekkurinn minn er líka algjör snilld :D
Svo eru við Hrauneyjargellurnar að fara að hópast á Hrauneyjar um helgina vívíví. Leggjum af stað snemma á laugardaginn og komum til baka þegar heilsa leyfir á sunnudag/kvöld hahahahahaha :D Það verður frábært að fara þarna uppeftir og sjá hana Kristínu okkar og fara að blaðra um Frakklandsferðina okkar :) Já við erum að fara 6. júní í húsið hennar Theó :) Það verður algjör algjör snilld.
Leó er alltaf jafn yndislegur, vekur mig á hverjum morgni svona svo ég örugglega sef ekki yfir mig híhí. Annars er ég búin að finna nokkuð gott ráð á hann en það er að leika þvílíkt mikið við hann í svona klukkutíma áður en við förum að sofa og þá vekur hann mig ekki fyrr en um hálf sjö sem er nú bara mikill munur frá hálf fimm eða álíka híhí. Annars er hann alltaf að verða loðnari og loðnari, algjör rúsína.
Já svo er bara bóndadagurinn á morgun, býst nú ekki við að gera eitthvað fyrir kallinn en það á bara eftir að koma í ljós :) Annars er ég að fara í plokkun og litun.... já það er nú bara frétt þegar ég læt það eftir mér.. eða s.s. nenni að fara hehe. Mér þykir þetta svooooo leiðinlegt en er alltaf samt svo rosalega glöð þegar þetta er búið :)Svo þarf ég bara að fara að panta mér tíma í klippingu og fara í svona þrjá tíma í ljós eða eitthvað, þá verð ég sátt!!
Annars ætla ég núna að fara að kúra hér í sófanum og hafa það notalegt þótt ég myndi miklu frekar vilja kíkja á kaffihús en þar sem mínar fáu vinkonur eru uppteknar við lærdóm, vinnu, barneignir eða fjölskyldulíf þá bara fer maður ekki neitt! Annað hvort þarf ég að fá mér aukavinnu á kvöldin, verða ólétt eða fara aftur í skóla. Hvað finnst ykkur???
Já ég verð líka aðeins að monta mig á henni Tinnu vinkonu minni :) Hún var gestur í Ísland í bítið um daginn að tala um kostnað á ófrjósemisaðgerðum eða s.s. muninn á kostnaði hér og í Danmörk. Vá hvað hún tók sig vel út og að mínu mati algjör hetja :D

Úfff :( Ívar var að sýna mér frétt um tvítuga stelpu sem lést í bílslysi á Hnífsdalsvegi þannig að nú hef ég bara ekkert meir að segja nema farið varlega í umferðinni hvar á landinu eða í heiminum þið eruð!!!

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hvað segjiru skvís ætlaði nú bara að kvitta og óska þér góðrar helgi

8:35 AM  
Anonymous Anonymous said...

Takk snúllan mín fyrir falleg orð....knús Tinna;)

2:25 PM  

Post a Comment

<< Home