Saturday, December 31, 2005

2005 annáll

Já hér ætla ég að skrifa nokkur atriðið sem standa upp úr árinu sem er að líða. Þau eru ekki í neinni sérstakri röð.

1. Eignaðist loksins kisu :)
2. Langamma dó :(
3. Við Ívar héldum upp á 10 ára sambandsafmæli :)
4. Við héldum svo upp á 5 ára trúlofunarafmæli :)
5. Útskrifaðist sem grunnskólakennari :)
6. Ívar fékk vinnu hjá Mentor :)
7. Ég fór að vinna í Sæmundarseli :)
8. Ég og Berglind fengum 9,5 fyrir lokaritgerðina okkar :)
9. Lungað í Ívari féll saman að hluta :(
10. Ívar fór tvisvar til Stokkhólms :( :)
11. Gunnar og Sigrún giftu sig :) :)
12. Gunnar og Sigrún tilkynntu að þau ættu von á barni :) :)
13. Daníel Stefán flutti til Reykjavíkur til Gunnars og Sigrúnar :)
14. Amma og afi fluttu aftur til Íslands :)
15. Svavar og Fríða eignuðust Freyju Björt :) hún kom þó nokkuð fyrir tíman :( en allt gengur vel :)
16. Fór í frábærar ferðir upp á hálendi með Theó, Fanney og Kollu :)
17. Byrjaði í ræktinni :)
18. Hætti í ræktinni :(
19. Fór á Höfn á humarhátíð :)
20. Fór í Hrísey :)
21. Hætti að vinna á Hlíðaborg :(
22. Eignaðist fullt af góðum vinum :)
23. Óli frændi og Þórný eignuðust Björn Steinar :)
24. ÉG FÉKK BÍLPRÓF :)
25. Ég varð 25. ára :)

Já þetta er nú bara það sem ég man í augnablikinu :) En eins og þið sjáið þá hefur þetta ár bara verið nokkuð gott :) og er ég mjög sátt við það fyrir utan nokkur áföll.

Vona að næsta ár verði einnig gott og hlakka ég til að byrja á því :)
Gleðilegt nýtt ár :) og takk vinir fyrir allt það gamla :)

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Gleðilegt ár elskan:)

11:29 AM  
Anonymous Anonymous said...

Gleðilegt ár! Við látum næsta ár verða enn pakkaðra af hálendisferðalögum, ég með nýju skófluna mína og svona hihi.

12:34 AM  
Anonymous Anonymous said...

Gleðilegt ár elsku vinkona ;)

2:43 AM  

Post a Comment

<< Home