Tuesday, December 20, 2005

Púfffff :O

Jamm og jæja þá er maður komin í jólafrí :) jíbbý. Dagurinn í dag er búin að vera þvílíkt erfiður hehe, en við Ívar þurftum að fara með Leó í seinni sprautu og að venju var hann frekar brjálaður í bílnum híhí greyið snúllinn. Frá dýralækninum fórum við til Hrundar sem ætlar að vera svo góð og passa hann fyrir okkur :) Takk fyrir það Hrund :) Það var rosalega sætt að sjá hvað Leó man eftir mömmu sinni híhí, strauk sér alveg upp við hana. Henni var nokkuð sama til að byrja með en var svo ekkert voða hrifin af þessum strák hehe en vona að það breytist :) Ég átti mjög mjög erfitt og á enn :( Ég sakna hans svo mikið og það var rosalega sorglegt að enginn koma að taka á móti manni þegar heim var komið en maður verður víst að venjast þessu.

En eftir þetta fórum við upp í Kópavog til afa og ömmu með pakka og fengum við líka pakka :D víví það er alltaf gaman híhí. Þaðan var farið til afa og ömmu í Hörðalandi og fengum við líka þar pakka :D og svo þaðan að kveðja pabba :D

Loksins þegar við komum heim beið eftir okkur drasl og fleiri verkefni. Jú við urðum auðvitað að pakka niður og okkur þykir það ekkert sérstaklega skemmtilegt :S Svo er maður að reyna að taka pínu til hér en ég er bara orðin úber sibbin þannig að ég held að ég fari nú bara að sofa.

Líklega blogga ég ekkert fyrr en ég kem heim þann 30. des. En ég, Ívar og Leó viljum óska allri fjölskyldu okkar og vinum gleðilegra jóla :) Hafið það sem allra allra best!!!

P.s. Ég ætlaði að senda út jólakort .... Ég náði því bara því miður ekki :( En þið fáið þau þá bara eftir jólin híhí. sorrí :D og Theó, líst þér ekki á að við hittumst fljótlega eftir að ég kem heim og við verðum með svona litlu jól saman :D hehe. En annars hafið það gott og verið góð hvort við annað!!.... Nenni ekki að lesa þetta yfir svo ég biðst afsökunar á stafsetningarvillum ;)

Bless í bili.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Spurning hvort þú lest þetta eitthvað þarna í jólahuggulegheitunum þínum í Hrísey! En ef svo er óska ég ykkur gleðilegra jóla og vona að þið hafið það sem allra best. Hlakka svo til að sjá þig þegar þú kemur heim, og kannski í minna stressi en síðustu dagarnir hafa verið ;). Höfum kósý litlu jól :D

4:05 AM  
Anonymous Anonymous said...

Gleðileg jól mín kæra.
Hafðu það sem allra best!!
Knús knús;0)
Tinna.

4:52 AM  

Post a Comment

<< Home