Sunday, December 11, 2005

Ágætis helgi

Halló :O)
Já þetta er búið að vera fín helgi. Fórum á jólahlaðborð á föstudagskvöldið með vinnunni hans Ívars. Það var mjög gaman og góður matur. Fórum svo á Oliver, sem er þessi líka hörmungar staður, alls ekki fyrir mig né Ívar! En skemmtum okkur samt vel :O) Vorum svo komin heim um hálf fimm!! Veit ekki hvenær ég hef verið svona lengi niðrí bæ, allaveg nokkuð langt síðan hehehe.

Í gær kom svo Lína og Raggi með Emilíu systir Leó. Hún var mjög svo feimin og var bara undir sófa. Lína og Raggi fóru svo á Flúðir í sumarbústað og Emilía varð eftir. Það urðu nú engin fagnaðarlæti heldur slóust þau þvílíkt mikið og búin að gera það í ca. sólarhring. Núna liggja þau á sitthvorum staðnum og sofa. Ég held nú að mestu hafa slagsmálin verið leikur en samt var Leó nú ekkert rosalega hrifinn af henni, orðinn greinilega frekar eigingjarn á okkur. Þau eru bæði með smá rispur á nebbanum sínum en mér sýnist það vera allt í lagi. Hrund ætlar held ég að koma á eftir og sjá þau saman. En ef ekki þá erum við búin að taka fullt af myndum af þeim vera að slást og borða hehe, þau eru algjörar dúllur :) Við setjum myndirnar inn vonandi fljótlega!

Annars er bara allt fínt að frétta af okkur :O) Ívar er þó að vinna í allan dag því við ætlum norður um jólin og hann er að vinna af sér fríið! Við förum þann 20. des þannig að ég næ afmælinu hennar mömmu sem er þann 19. Við ætlum að vera hjá mömmu og pabba um áramótin :) og komum því aftur í bæinn 29. des. Það verður rosa gott að komast í Hrísey og ná að slaka aðeins á og láta stjana í kringum okkur híhíhí.

En hafið það gott og passið að jólastressið nái ekki yfirtökunum á ykkur :O) ég er einmitt að fara að skrifa jólakort og pakka inn jólagjöfum. Ég á nú bara eftir að kaupa gjöf handa Ívari, mömmu og litlu frændunum okkar þeim Benedikt og Ingimar og þá er þetta bara komið. Þetta eru líka erfiðustu gjafirnar :S veit ekkert hvað ég á að gefa strákunum! Hvað gefur maður 9 ára guttum eiginlega :S.... föt? Leikföng? Nammi? hehe er algjörlega tóm, endilega commentið hugmyndir ;)

Annars ætla ég að ljúka þessari færslu með því að óska henni Unni Birnu (þótt ég sé nokkuð viss um að hún lesi þetta ekki hehe) innilega til hamingju með sigurinn og ég held að land og þjóð getum verið stolt og montin af henni. Hún að mínu mati bara af í þessari keppni og var rosalega flott og fín :O)

Heyrumst skemmtilega fólk!!!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home