Saturday, November 12, 2005

Í tilefni laugardagsins :O)

Hellú góða fólk!
Þar sem ég sit hér á laugardagsmorgni fyrir framan tölvuna að vafra um á netinu datt mér allt í einu í hug að þetta er í fyrsta skipti þar sem ég þarf ekki að vera að nota helgarnar mínar í lærdóm !!!! Ótrúlegt!! Ég meina auðvitað vissi ég þetta nú alveg en þetta kom bara svona allt í einu og þvílíkt hvað það var unaðsleg tilfinning að fatta þetta. Snilld :O)

En annars kíkti Valtýr á okkur skötuhjúin í gær. Sátum hér og spjölluðum og var svo ákveðið að skella sér á Hressó.... Það var bara ágætt. Hittum þar strák sem heitir Sigurjón (Grjóni), hann var með okkur á Laugum og það var mjög skemmtilegt :O)

Erum að fara á eftir að skoða íbúð hér í Bólstaðarhlíð í dag og vonandi aðra í Mávahlíð!! Já það er bara allt komið á fullt hjá okkur híhíhí. Allt gott að frétta af Leó, hann liggur núna við hliðina á tölvunni og starir á puttana á mér hahaha. Á föstudaginn fyrir viku síðan fórum við með hann til dýralæknis í sprautu, í leiðinni klippti hún á honum neglurnar. Halló!!! Viku síðar er ég gjörsamlega út klóruð. Er þetta svona fljótt að vaxa? Well er allavega að spá í að stytta þær aðeins ;O) Eigið góða helgi og heyrumst!!

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

HÆ hæ
Þú þarft að fjárfesta í góðum klippum... algjör nauðsyn að eiga svoleiðis og venja Leó á það strax að klærnar séu klipptar reglulega ;-) Þetta voru slagsmál með Kötu fyrst en ekkert mál núna. Láttu okkur vita hvernig ykkur leist á íbúðirnar

Kveðja Þórný

8:27 AM  

Post a Comment

<< Home