Friday, November 04, 2005

vó... kominn föstudagur bara :O)

Heil og sæl :O)
Allt gott að frétta héðan held ég bara. Leó stendur sig svaka vel og er duglegur að gera allt sem hann á að gera. Hann er farinn að venjast okkur og vill kúra hjá okkur og þannig. Algjört krútt. Erum þó ný komin heim eftir að hafa farið með hann til dýralæknis í sprautu. Hann var SKO ekki skárri í búrinu sínu og bílnum. Ohhh mér þykir þetta alls ekki skemmtilegt :( vildi að hægt væri að fá bara heimsenda dýralækna svo þegar þarf ;O) En hann er nú eitthvað að róast sýnist mér, búinn að nötra þvílíkt, lagstur á staðinn sinn og er alveg að sofna sýnist mér!!

Annars er ég svo sem ekkert búin að gera í þessu fríi mínu nema vera með kisa. Ég er þó búin að rúnta aðeins um með mömmu og fór t.d. með henni í rúmfatarlagerinn eða rúmfó, í gær og þar keypti hún sér nýtt borðstofuborð og stóla, geggjað flott :O) Hún verður með saumaklúbb í kvöld og ég er að hugsa um að fá bara að vera með því hún ætlar að elda svo svakalega góðan mat :O) Hún sagði að það væri í lagi ef ég myndi hjálpa henni svo ef kisi verður góður um þrjú-fjögurleytið þá kannski kíki ég á hana. Svo á morgun og á sunnudag, um eitt, er ég líklega að fara vinna í Kolarportinu í um klukkutíma til að leysa hana Vilborgu af (gift Tona, bróðir Ívars). Þau voru að koma frá Hrísey í gær og ætla að selja eitthvað sniðugt þar. Um þrjú er svo afmæli á Selfossi hjá henni Anítu Líf.

Svo var annað skiptið í ræktinni hjá mér í morgun. Svaka fjör :O) en það er nú pínu erfitt að vakna um sex á morgnanna... en hann Leó hjálpar mér á fætur!! Þarf sko ekki að hafa áhyggjur af því að sofa yfir mig híhíhí :O) Allavega er ég farin að leggja mig í smástund eftir mjög svo erfiðan rúnt hér áðan!! Far vel!!

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ sæta....
Til lukku með nýja fjölskyldumeðliminn:0)
Knús Tinna.

6:19 AM  

Post a Comment

<< Home