Monday, November 07, 2005

Þreytt

Heil og sæl :O)

Þá er ég byrjuð að vinna aftur eftir gott vetrafrí. Mér þykir það mjög gaman, er mjög hrifin af rútínunni hehehe... veit aldrei hvað ég á af mér að gera í fríum. Annars var ég vöknuð kl. 05:40 í morgun. Fékk mér morgunmat, lék við Leó og skundaði svo í ræktina. Þar var mjög gaman og þvílíkt sem ég tók á. Var viktuð síðasta miðvikudag og svo aftur í morgun og hef ég lést næstum því um kíló ..... en æji á mjög erfitt með að taka mark á svona viktunum, það er svo margt sem getur skipt þarna máli. En samt gott mál :O) Ég held þó að ég þurfi nú ekkert að missa voða mörg kíló málið snýst eiginlega bara um það að styrkja sig og fá meira þol!!! En þetta er mjög gaman.

Fór svo strax þaðan upp í Ingunnarskóla á kennarafund og eftir hann fórum við kennararnir í fimmta og sjötta bekk á Akranes þar sem við heimsóttum Grundarskóla. Það var mjög gaman og alveg frábært að sjá þessa flottu vinnu sem þar er unnin. Þar vorum við til tvö og svo beið mín mikill undirbúningur í vinnunni. Um hálf fjögur var ég farin að fá rosaleg fráhvarfseinkenni frá honum Leó mínum að ég ákvað að drífa mig heim og klára undirbúninginn hér..... það er nú samt frekar lítill friður þar sem honum vantar mjög mikla athygli eftir að hafa verið einn heima svona lengi. Ívar var þó svo góður að kíkja aðeins á hann í hádeginu svo þetta er nú allt í fína.

Jæja þá hefst bara eðlilegt skólastarf á morgun! Hlakka mjög mikið til :O) best að fara nú að leika við kisu áður en hann ræðst á tölvuskjáinn hehehe!!! Sjáumst og heyrumst. Endilega kvittið :O) það er svooooo gaman!!!

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ef þú veist ekki hvað þú átt af þér að gera í fríum... ÞÁ áttu lítinn frænda sem þú mátt heimsækja hvenær sem þú vilt eða fá lánaðan.. ;-)

Kveðja Þórný ;-)

1:23 PM  
Blogger Velkomin í Ruglið!!! said...

Hei váááááá það er rosalega sniðug hugmynd vívíví :O) geri það sko fljótlega!!! Híhí

1:37 AM  
Anonymous Anonymous said...

Búin að redda málunum ;)

9:00 AM  

Post a Comment

<< Home