Saturday, November 26, 2005

Hæ hó :O) kominn tími fyrir smá rit hér inn :O) Það er nú bara allt fínt að frétta og ýmislegt í gangi. Jú við vorum búin að gera tilboð í íbúð hér í hlíðunum en urðum að hætta við hana :( vonandi finnum við bara eitthvað annað!!

Ég fór á Selfoss síðasta föstudag á skólaþing. Þar fengum við fyrirlestra um t.d. teymiskennslu og samkennslu :) mjög fróðlegt og gaman. Var líka alveg í frábærum hópi kvenna úr skólanum. Borðuðum æðislegan mat á hótelinu þriggja rétta nammi namm. Takk fyrir daginn og kvöldið stelpur :O).

Á laugardagskvöldinu fór ég svo út með saumaklubbnum hennar mömmu. Ég var stíluð sem "maki" hennar Kötu hahahahaha. Það var frábært!!! Æðislegur matur (4. rétta). Mætti halda að ég lifði þvílíkt þotulífi hahahahaha.... En takk fyrir kvöldið :O)

Er svo að fara aftur út í kvöld í þriggja rétta máltið með Ívari þar sem við erum að fara halda upp á fimm ára trúlofun s.s. þann 24/11. Ívar gaf mér rosalega fallegt hálfmein og ég gaf honum úr :O) svaka töff.

Föstudaginn 2. des fá skólastjórnendur, kennarar og nemendur Ingunnarskóla formlega afhentann. Þar á eftir verður smá skrall hjá okkur :). Á föstudeginum þar á eftir eða 8. des er svo jólahlaðborð í vinnunni hjá Ívari. Það verður örugglega rosalega gaman :O)

Þann 20. des förum við svo út í Hrísey og verðum þar yfir jólin. Er ekki alveg viss hvenær við komum heim en það verður líklega rétt fyrir áramótin. oooo það verður svo yndislegt :) en ég veit að ég á eftir að sakna Leó alveg rosalega mikið :( Ég held að hann meiki ekki bílferð í fimm tíma plús ferjuferð :S

En jæja þá er Ívar farinn að taka til og best að ég drulli mér úr sófanum og hjálpi nú aðeins til :) Eigið góða helgi og heyrumst :O)

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Bara út að borða um hverja helgi!!! Til lukku með trúlofunarafmælið ;)

6:09 AM  
Blogger Velkomin í Ruglið!!! said...

Já kennaralaunin eru svo góð hahahahahaha :O)

6:31 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með trúlofunarafmælið. Það er aldeilis útstáelsi á þér... Vildi að ég ætti svona gott líf þessa dagana hihihi... Verðum að fara hittast smá!

1:05 PM  
Blogger Velkomin í Ruglið!!! said...

Já verðum að fara að hittast :O)eruð þið lausar á þriðjudaginn? Gætum farið á kaffihús...bara um hálf átta til níu :)

3:16 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hmmmm já jafnvel! Held ég sé alveg ,,laus,, þá! Tek mér bara pásu þ.e.a.s

9:38 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með trúlofunarafmælið :)

11:28 PM  
Blogger Velkomin í Ruglið!!! said...

:O) Hrund mín þér er það velkomið að hafa hann ef þú getur. Okkur þætti mjög vænt um það ef þú getur haft hann svona lengi. :O) Við erum líklega að fara að passa Emilíu í fjóra daga í næstu viku :O) ohh það verður örugglega rosalega gaman fyrir Leó

1:36 AM  

Post a Comment

<< Home