Tuesday, November 15, 2005

Hingað og þangað

Já hugur minn er hingað og þangað þessa dagana. Sakna Ívars alveg afskaplega, veit ekki hvernig ég myndi lifa næturnar af ef Leó væri ekki hérna hjá mér :O). Annars er eiginlega búið að vera brjálað að gera hjá mér! Dapurleikinn stóð ekkert svaka lengi þar sem ég var orðin þvílíkt glöð og hress á mánudaginn. Við Theó fórum út að borða á Vegamót í gær og það var yndislegt alveg hreint. Þvílíkt góður matur þarna og ekki var félagsskapurinn verri :O) Takk Theó. Ég nenni nú ekki heldur að elda í kvöld þannig að ég var að panta mér frá Nings... og þeir senda bara fyrir tvo þannig að ef þið eruð svöng þá er bara um að gera að drífa sig til mín hahahahaha. Nammi namm

Eins og ég sagði í einu bloggi þá fórum við að skoða íbúð á laugardaginn. Ákváðum svo að ég færi í gær og myndi gera tilboð sem og ég gerði. Því var tekið þannig að í dag var ég að standa í greiðslumati og fæ svo úr því á morgun :O) Þá kemur í ljós svona 100% hvað við gerum :O)
Það er nú hálf ömurlegt að þurfa að standa í þessu ein og ég er ÞVÍLÍKT glöð yfir að vera með bílpróf *hjúkk*. En Ívar er heppin að sleppa við allt þetta maus híhí!!

Well maturinn fer að koma svo ég ætla að leika aðeins við Leó, sem var nú hálfmóðgaður við mig þegar ég kom áðan, fannst ég búin að vera full lengi að heiman.

Hafið það gott!!!

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ansans... afhverju las ég þetta ekki fyrr hahaha... Það var nefninlega fiskur úr sjó í matinn hjá mér... Ekki ALVEG nógu gott!! Hehehehe

1:28 AM  
Anonymous Anonymous said...

Jæja ég sé mig tilneydda til að krefjast frekara bloggs hér á þessa síðu!! ;)

8:20 AM  

Post a Comment

<< Home