Sunday, November 13, 2005

Sunnudagur :O(

Ja ég hef nú sagt það að mér þykir óhemju vænt um sunnudaga en get einhvern veginn ekki sagt það í dag :O( ég er eitthvað svo döpur!!! Líklega vegna þess að Ívar fór út til Svíþjóðar í morgun útaf vinnunni en samt finnst mér eins og það sé líka eitthvað meira! Ótrúlegt hvað maður getur verið einmana, furðulegt alveg hreint. Ég er búin að vera ein heima já síðan í morgun og þar sem flest allir sem þekkja mig vita að Ívar er erlendis þá hefur síminn þagað og engin komið við :O( ég veit ég veit, ég get líka alveg farið eitthvert og jú ég gerði það :O) Alltaf gott að hitta múttu mína. Var svo að hugsa um að fara eitthvað í kvöld í heimsókn en vegna dapurleika nennti ég því ekki.

Æji voða voða erfitt að vera ég núna :O( hehehehe. En þetta verður allt miklu betra á morgun :O) er það ekki venjan. Leó samt kemur mér til að hlægja þannig að það er gott að hafa hann :O)

Jæja, búin að vaska upp, fara með ruslið, sópa, taka til á klósettinu og þvo þvott og því best bara að fara að sofa, ekkert annað í stöðunni!! Ja ef litli gaur leyfir hehehe, það er nú það skemmtilegasta sem hann gerir er að hlaupa fram og tilbaka í rúminu mínu þegar ég er að reyna að sofna. Ég hef hreinlega ekki hjarta í mér að henda honum fram úr hahaha.

Mjög ánægð með að Silvía Nótt vann Edduna hehehehe hún er bara fyndin!!!!

En sorrý þið sem lesið þetta hvað ég er eitthvað leiðinlega döpur núna en ég býst við að flest allir hafa átt svona daga!! Og það að minna tilefni ;) Góða nótt elsku fjölskylda og vinir. See ya

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Elsku dúllan mín.....þú átt bara að senda mér mail þegar þú ert döpur!!!
Ertu kannski með skypið?
Mitt notendanafn er tinnao.
Vona að þú sért hressari í dag....knús knús og knús:0)

1:13 AM  
Anonymous Anonymous said...

Já sumir dagar eru erfiðari en aðrir... vonandi hefuru það betra í dag :)

3:49 AM  
Anonymous Anonymous said...

Það hefur nú aldeilis mikið breyst síðan ,,daprafærslan" var gerð hér á þessu bloggi!! Vona að það hafi allt kætt þig til muna :D

9:54 AM  

Post a Comment

<< Home