Friday, December 16, 2005

Friday !!

Góða kvöldið :O)
Hér er allt fínt að frétta og vonandi er það sama hjá ykkur! Við Ívar erum nú farin að bíða eftir að komast í jólafrí. Förum norður í Hrísey á þriðjudaginn, vona bara innilega að það verði þokkalegt veður. Spurning hvort maður prufi loksins að keyra á þjóðvegi 1 :) er nú samt ekkert voða viss híhíhí.
Annars er hún Emilía hjá okkur. Hún er búin að vera hjá okkur síðan á þriðjudagskvöldið þar sem Raggi og Lína er í Stokkhólmi en þau koma aftur á sunnudag. Þau eru alveg yndisleg saman :O) veit ekkert hvort ég tími að skila henni híhí. Annars er ég með augastein á einum hreinræktuðum norskum en Ívar er ekki jafn hrifinn híhí.
Leó fer svo til Hrundar á mánudagskvöldið býst ég við. Ohhh hvað ég á eftir að sakna hans :( ég get einhvern veginn ekki hugsað mér að fara frá honum ufff :(. Annars hefur hann ekkert viljað kúra hjá mér síðan Emilía kom fyrr en í nótt :) það var svaka notarlegt.
Mér þykir það alveg svakalega furðulegt að vera ekki í prófum eða á fullu að klára einhver verkefni. Mér finnst ég hafa það svo gott miðað við svo marga! Þó langar mig að mennta mig meira þótt það þýði próf og verkefnaskil! Ég hef smá verið að velta fyrir mér stjórnunarnáminu í kennó eða sérkennslu, held nú að ég yrði fín í sérkennslunni :) Virðist henta mér ágætlega bara. Annars ætla ég nú að halda áfram á mínum frábæra vinnustað, Sæmundarseli/Ingunnarskóla, í einhvern tíma. Svo kannski tekur maður sér námsfrí eða fer í fjarnám. Veit nú samt ekki hvort hægt sé að taka sérkennslu í fjarnámi. Best að fara bara og tékka á því :O)
En endilega hafið það sem allra allra best og njótið þess innilega að vera til :) bless snúllur. (endilega commentið því ég er ekki með neina gestabók :)) bless í bili!

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Jú það er hægt að taka sérkennsluna í fjarnámi, minnir það séu 2 ár. Akkurat draumurinn minn að taka þetta í fjarnámi :o) Ég geri það einhvern tímann, í framtíðinni, hehe.

8:27 AM  

Post a Comment

<< Home