Saturday, December 17, 2005

Saturday

Sælar :O)
Jamm það kemur víst laugardagur á eftir föstudegi, sem er nú bara gott mál. Við Ívar gerðum lítið í gærkvöldi. Sátum bara hér heima og hlustuðum á góða tónlist, fínt og rólegt kvöld s.s. Ívar er að fara í innflutningspartý hjá Týra vini sínum í kvöld en ég er að fara með Berglindi. Hún er að fara að heimsækja vinkonur sínar og ætlar að vera svo skemmtilega að taka mig með sér :O).

Ég ætlaði nú að gera ótrúlega margt í dag en ég bara hreinlega nenni engu :( sem er nú ekkert mjög sniðugt þar sem ég á eftir að kaupa fjórar jólagjafir og eina afmælisgjöf :( einnig þarf virkilega að þrífa hér heima, er að spá í að bjóða bara í verkið. Er hér einhver til í að þrífa tveggjaherbergja íbúð fyrir pening hahahaha :O)En Ívar er mjög sáttur við þessa leti mína þá fær hann tækifæri að horfa á The Office.... sem mér þykir nú ekkert mjög spennandi þættir.
Annars hafið það super gott og heyrumst later :D


En ég var að lesa eina fyndnustu frétt sem ég hef lesið í langan tíma hahaha, læt hana fylgja með:

„Geimfarar“ plataðir í raunveruleikaþætti
Þremur keppendum í breska raunveruleikaþættinum „Space Cadets“ eða „Geimkadettar“ var talin trú um að þeim hefði verið skotið út í geim frá þjálfunarbúðum geimfara í Rússlandi. Í raun sátu þeir í líkani af geimskipi í vörugeymslu nokkurri í Suffolk á Englandi.

Keppendurnir urðu að vonum hissa þegar þeir komust að sannleiknaum en náðu sér þó fljótt af vonbrigðunum þegar þeim var tilkynnt að þeir hefðu unnið 25.000 pund hver, um 2,8 milljónir króna. Einn keppenda sagðist þó vera afar miður sín yfir hrekknum.

Geimkadettarnir urðu þó nokkuð tortryggnir þegar að því kom að heiðra rússneskan hund að nafni Bimby um borð í geimskipinu. „Þetta er geimskip en þó finnst mér eins og þetta sé hjólhýsi,“ sagði þá múrarinn Paul French sem var einn keppenda. „Æ, maður, við erum ekki geimfarar. Við erum asnar,“ sagði Paul eftir að allt komst upp.

Tíu keppendur voru í þættinum í byrjun og kepptu sín á milli um að verða „fyrstu geimferðamenn Bretlands,“ en stjórnandi þáttarins er þekktur grínisti þar í landi, Johny Vaughan. Fréttavefur BBC greindi frá þessu.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ.. Ívar kemur og þrífur hjá okkur og Óli kemur og þrífur hjá ykkur og við förum og verslum jólagjafir... samþykkt??

Kveðja Þórný og Björn Steinar

5:40 AM  
Blogger Velkomin í Ruglið!!! said...

Hei snilldarhugmynd :O) sendi hann yfir híhí

7:52 AM  

Post a Comment

<< Home