Sunday, December 18, 2005

Saturday

Jamm ég er ekkert rosalega hugmyndarík þegar kemur að tiltlum en æji mér er alveg sama :O)

Laugardagurinn fór í algjöra leti og gerðum við Ívar nákvæmlega ekki neitt. En svo kom Berglind mín og sótti mig og fórum við í partý með vinkonum hennar uppí Kópavogi. Þetta var mjög skemmtileg þangað til að mér varð orðið illt í mallanum mínum þannig að ég þambaði einhvern helling af vatni og kom mér aftur í gang :) Það virkaði samt ekkert mjög vel :( Við skelltum okkur á Torvaldsen og fengum okkur að ég held Múhító sem er virkilega ógeðfelldur drykkur :S Berglindi fannst hann nú mjög góður en hentar mér ekki. Ívar sem var búinn að vera í innflutningspartý hjá vini sínum Týra hitti okkur svo á Torvaldsen. Við ákváðum að rölta á Óliver en þegar þar var komið var röð niðrá Hlemm eða svona nálægt því þannig að við hjúin ákváðum bara að kveðja hana Berglindi okkar og halda heim á leið. Sem ég var mjög ánægð með þegar ég vaknaði svona dundur hress í morgun :O)

Dagurinn í dag hefur verið vel busy! Tók aðeins til hér þegar ég vaknaði og knúsaði kisurnar :D Vakti svo Ívar og dró hann með mér í Kringluna til að ganga frá síðustu jólagjöfunum, sem tókst alveg þrusu vel :D. Héldum svo á stælinn og fengum okkur þennan góða borgara. Drifum okkur heim til að klára að pakka inn gjöfunum og urðum við að hafa hraðar hendur á því bróðir Ívars var að koma að sækja gjafir og koma með gjafir :) Eftir að hann var farinn kom Lína og Raggi að sækja snúlluna sína. Ohhh það var sko ekkert svaka auðvelt, maður saknar hennar og þá sérstaklega Leó sem hefur bara sofið síðan hún fór.

Smá breyting á ferðaáætlun :( Förum víst ekki norður á þriðjudag eins og ég var búin að gera ráð fyrir heldur förum við á miðvikudaginn samt snemma!!! Það varð víst einhver misskilningur milli okkar Ívars, ekki þá í fyrsta skiptið híhíhí :D

ÚÚÚÚ hvað er kalt brrrr :S ég ætla að fara og kúra mér undir teppi og glápa á sjónvarpið eða kíkja í bók :D Hafið það gott og heyrumst :O)

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Blessuð skvísa er ekki bara hittingur á næsta leiti eftir jól og áramót kanski rauðvín og nett spjall:) en allavegana óska ég þér og þínum gleðilegra jóla og vonandi hittumst við hressar á nýju ári ;)
Guðbjörg Erla

5:33 AM  

Post a Comment

<< Home