Thursday, December 29, 2005

Komin í borgina :D

Já þá er maður komin aftur í borgina eftir frábæra viðveru í Hrísey. Við fórum með Leó til Hrundar í pössun um kvöldið þann 20. des. og var það mjög erfitt að fara frá honum. Leó greinilega þekkti mömmu sína aftur og nuddaði sér alveg þvílíkt upp við hana og auðvitað var ég næstum farin að skæla við það hehehe. En ég vissi að hann yrði í mjög góðum höndum þannig að aðskilnaðurinn var auðveldari fyrir vikið :).

Við lögðum af stað um níu þann 21. des og tókum þrjú ferðina í Hrísey. Við þurftum þó að bíða aðeins eftir ferjunni þannig að við fórum í "vinabæinn" Dalvík og þar var komið við á vínbúðinni. Ferðin gekk mjög vel og var smá snjór á veginum að Borgarnesi og svo hálka á Öxnadalsheiðinni og í dalnum.

Við vorum í átta daga í Hrísey og gerðum eiginlega ekki neitt híhí. Ég fór tvisvar út í búð og svo var það eiginlega ekkert meir heldur lágum við í sófanum horfandi á sjónvarpið eða sátum og spiluðum og kjöftuðum við tengdó. Frábært alveg hreint.
Ég fór nákvæmlega ekkert á netið allan þennann tíma og mér fannst eiginlega bara frábært að fá smá pásu frá netinu :) en samt gott að komast aftur í það híhí.
Ég borðaði alveg þvílíkt góðan mat og át fullt af súkkulaðimolum :) Svo fékk ég alveg fullt af pökkum :) Ívar gaf mér útivistarpeysu og úr og Leó gaf mér eyrnarlokka híhí. Æðislega flott :D. Við fengum í matarstellið okkar frá mömmu og pabba. Pizzuofn frá tengdó. Foundupott frá pabba. Fengum frá Gunnari og Sigrúnu æðislega mynd sem Gunnar tók. Kökuhníf frá Kjartani, Guggu og Ingimar. Spil frá Antoni og Vilborgu. Steikarhnífa frá Guggu og Trausta (afa og ömmu). Gjafarkort í Kringluna frá Gunnu og Gunnari (afa og ömmu). Held að ég sé ekki að gleyma neinu :) en kem með það þá síðar!! En takk kærlega fyrir okkur :D. Við fengum svo mjög mörg jólakort, takk kærlega fyrir það. Því miður er ég svo mikill sauður að ég var of sein að senda þau.... og finnst hálf asnarlegt að gera það núna svo ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári :)

Ferðin heim gekk svo mjög vel :) næstum sumarfærð hehe ótrúlegt alveg! Það var þó ekkert sérlega gaman að koma heim því það tók ekkert á móti okkur nema viðbjóðsleg lykt :( Já ískápurinn er ónýtur! og auðvitað þurfti það að gerast þegar við vorum ekki heima! Frekar fult. En við finnum eitthvað út úr þessu eins og öllu :) En hafið það gott á gamlárskvöld og farið varlega :) bless

0 Comments:

Post a Comment

<< Home