Friday, January 13, 2006

Tannsi, snjór og akstur

Hæ hæ :D
Já ég hef verið nokkuð löt við að blogga síðustu daga en hér verður smá bót á máli :D
Ég hef ákveðið að tjá mig ekkert um DV málið því ég held að allir séu að verða komin með ógeð á umræðunni þótt auðvitað sé gott að talað sé um þetta mál þá má nú öllu ofgera.
Annars fór ég til tannsa í gær og hann var nú ekkert sérstaklega góður við mig :( Það þurfti að bora og svoleiðis yndislegt þannig að ég var hálf manneskja þegar ég koma aftur í vinnuna :( og fór því heim um hálf tvö. Ég ákvað að leggja mig og svaf til hálf fjögur... það sko bara gerist ekki! En þegar ég vaknaði í morgun var ég miklu hressari og finn ekkert til vívíví nú er bara að bíða þangað til 2. feb og sjá hvað hann vill gera þá.
Ég tók bílpróf í sumar eins og flestir sem lesa þetta blogg vita og var s.s. í fyrsta skipti í dag að keyra í almennilegum snjó!! Ég elska snjó :D en ég hata að keyra í honum OMG :( Ég var lítið hress á leiðinni uppeftir í morgun, þvílíkt sem ég skalf og nötraði úr hræðslu. Ég var nú ekkert skárri á leiðinni heim og var mikið að spá í að skilja bílinn eftir og vera hjá mömmu eða taka strætó en það þýðir auðvitað ekki neitt svo mín keyrði heim!! Það gekk bara mjög vel :D en einhver strákgutti ákvað að fara aðeins of hratt í eina beygju og rann yfir á minn vegarhelming þannig að ég brunaði uppá gangstétt og slapp :D En ég hugsa mikið til þess ef einhver hafði verið á gangstéttinni púfff því mér brá svo að ég bara beygði og var ekkert að ath. fyrst hvort einhver stæði þarna .... :( mér líður nú ekkert afskaplega vel með þetta en sem betur fer sluppu allir og allt :D
Leó líður bara mjög vel. Honum samt greinilega leiðist eitthvað á daginn þegar við Ívar erum að heiman því hann mjálmar þvílíkt mikið þegar við komum svo heim híhí. Algjör snúlli :D Á næturnar um 4 leytið þá er Leó búinn að sofa og nennir auðvitað ekkert að hangsa bara einn og því er hann mjög duglegur að láta vita af sér ... hann fær þó mis góðar móttökur karlinn hehehe.
En jæja það er kominn föstudagur og mig langar mjög að kíkja eitthvað út í kvöld. Einhver til??? Annars góða helgi og hafið það allra best. PASSIÐ YKKUR Í UMFERÐINNI :D (afsakið stafsetningarvillur, nenni ei að lesa yfir)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home