Sunday, February 05, 2006

Til hamingju Ísland

Hellú :D
Jæja þá er undankeppnin búin og öll lögin komin :) Þetta er nú bara spennandi að sjá hver kemst áfram. Mér þótti t.d. lögin sem Trausti kom með hérna Andvaka og það sem Regína Ósk söng (man ekki hvað það heitir) og svo Birgitta og Silvía vera flottast. Einnig var lag í gær sem var mjög töff og heitir Útópía, rosa töff að hafa svona fiðlur og ekkert smá rödd sem konan hefur. Þannnig að þetta verður að öllum líkindum mjög skemmtilegt þann 17. feb.
Mér heyrist þó á flestum að það ætti bara að slá þessu úpp í kæruleysi og senda Silvíu Nótt út. Já já ég get svo sem verið sammála því :) það yrði mjög svo fyndið alla vega og við myndum að ég held örugglega komast upp úr undankeppninni hehe :)
En jamm á föstudag kíkti ég í Idol partý hjá Gunna og fór ég þangað með Léo. Hann skemmti sér svo vel með honum Gabríel kisuvini sínum að við ákváðum bara að leyfa honum að gista. Þegar við svo sóttum hann í gær var hann gjörsamlega uppgefin og er búinn að sofa í ca sólarhring hahaha, algjör rúsína :)
Í gær fór ég svo í aukavinnuna mína á Klúbbnum sem er sportbar uppá Höfða. Það mættu ekki jafn margir eins og haldið var í fyrstu þannig að ég var bara stutt þar en fer svo aftur í dag kl. þrjú að vinna. Mér líst bara ágætlega á þetta en ég veit ekki hvað ég mun vinna mikið þar sem kennslan er nú alveg nóg svona hehehe.
En jamm og jæja, ætla að rífa Ívar með mér út :) Heyrumst og hafið það afskaplega gott :)

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Horfði á eurovision á netinu... veit ekki alveg með Silvíu Nótt... Gangi þér vel í nýju vinnunni :)

5:02 AM  
Anonymous Anonymous said...

Blessuð bara aðkvitta fyrir komu mína ;)

6:06 AM  

Post a Comment

<< Home