Sunday, February 12, 2006

Laugardagskvöldið

var hreint út sagt frábært!!! Vá hvað er langt síðan ég hef skemmt mér svona rosalega vel og ég held að aðalástæðan fyrir því var sú að ég fór EKKI niður í bæ.
Ég hafði farið í vikunni og keypt mér rosalega fínan bol og pils og farið í klippingu og strípur þannig að ég var voða fín :)
En kl. hálf sex fórum við á Pottinn og pönnuna þar sem við fengum okkur lambavöðva og OMG hvað þetta var góður matur. Eftir það fórum við til Línu og Ragga(er að vinna með Ívari) og þar var okkur boðið Mohito (held að þetta sé rétt skrifað :S)Ég hafði nú smakkað þennan drykk á Torvaldsen og mér fannst hann frekar ógeðslegur þar en Línu tókst þetta alveg svakalega vel þannig að ég fékk mér tvö glös og Ívar þrjú... eða var það fjögur hehehe man það ekki alveg :D
Já um átta kom Símon (sem er einnig að vinna með Ívari) og fórum við þá öll í afmæli til Péturs sem varð fertugur. Hann er eigandi Mentors þar sem Ívar er að vinna og Manna og músa. Þetta var alveg rosalega flott afæmli þjónar, kokkar og hljómsveit, rautt, hvítt, bjór og snittur í boði. Eftir miðnætti var nú enginn eftir nema starfsfólk Mentors og Manna og músa og þeirra makar þannig að það var dansað fram til þrjú um nóttina hahaha. Þetta var snilldar partý!! Alveg ótrúlega gaman og ég er svooooo ónýt í fótunum mínum hahaha þvílíkt langt síðan ég hef dansað svona svakalega. Aðallag kvöldsins var auðvitað Til hamingju Ísland með henni Silvíu Nótt. Þegar ég vaknaði í morgun (ótrúlega hress) ómaði þetta lag og ómar enn.....
En allavega þá er ég farin að knúsa manninn minn :) hann er svo yndislegur hehe.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Vá rosa partý!!

2:18 AM  
Anonymous Anonymous said...

Gaman að þú skemmtir þér :D Mojito ;) Efast ekki um að þú hefur verið gellan á svæðinu svona nýuppstríluð hihi :D

3:31 AM  
Anonymous Anonymous said...

Mér finnst lang skemmtilegast að djamma bara svona í heimahúsi með fólki sem maður þekkir þykir skemmtilegt, mér finnst eiginlega bara frekar leiðinlegt að fara í bæinn!
En gott að það var gaman, þú hefur örugglega verið mesta skvísan;)
Kv. Hanna

2:36 PM  
Blogger Velkomin í Ruglið!!! said...

híhíhí *roðn* ji hvað þið eruð sætar :D:D

7:14 AM  

Post a Comment

<< Home