Saturday, September 09, 2006

Hæ haust :)

Jamm og jæja, þá er haustið komið með öllu sínu tilheyrandi..... kulda, roki og rigningu!! Svona á maður að þekkja Reykjavík!
En mér er svo sem sama. Þetta er búið að vera svakalega fínt sumar þannig að ég er alveg sátt við það að veturinn sé að koma..... þá kannski fer maður að fara eitthvað upp á hálendi að skemmta sér víví!! :)

Mér líst bara nokkuð vel á veturinn sem er framundan, líst mjög vel á þá sem ég er að vinna með, börnin og verkefnin framundan. Þannig að þetta er bara allt glimrandi :) Mig langar þó að fara í einkaþjálfun og læra spænsku....... er að melta þetta aðeins með mér. Eins langar mig með kettina á kattarsýningu í okt. en spurning hvort ég nenni því :S þetta er pínu vinna... og hvað þá að fara með kannski alla þrjá kettina. En allt á þetta eftir að koma í ljós. Er allavega að fara til Köben 22. sept og verð um helgina á Hótel Du Nord með Ívari. Það verður hryllilega nice :)

Annars vona ég að öllum líði bara vel með það að haustið sé komið og að þið grátið ekki sumrið of mikið. Það kemur annað sumar á eftir þessu. Nú er bara mál að fara að hlakka til jólanna og plana það.

Mundiði að ganga til góðs í dag!!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home