Thursday, June 15, 2006

Komin heim :)

Jæja er komin heim :) úr aldeilis frábærri ferð!! með frábærum ferðafélögum :) Ég ætla að reyna að skrifa smá ferðasögu hér :)

Þriðjudagur:
Flugið út var aldeilis fínt og var ég pínku ponsu hrædd í flugtakinu en svo var þetta bara fínt :) Við lentum í Friedrichshafen um níu á þriðjudagskvöldinu og ég og Hrabba biðum eftir töskunum á meðan hinar skunduðu til þess að sækja bílinn. Þegar við komum út sáum við líka þennan stóra bíl Benz VITO, níu manna silfur græja. Svo var bara lagt í hann. Við fórum með ferju frá Neerburg til Konstanz og keyrum svo í gegnum Sviss til Frakklands. Við vorum komnar um hálf fimm um nóttina. Svo var bara gengið frá og búið um og farið að sofa.

Bíllinn okkar :)


Miðvikudagur:
Vaknað um tíu og skundað í Super U (verslun) Þar var keypt fullt að borða, helst brauð, osta, grænmeti, bjór og rauðvín :) Dagurinn fór helst í að ná áttum og fórum við í Gönguferð upp á Mount Bernand (þorpið sem við vorum í hélt Bernand :)) Veðrið var frábært, um 23 stiga hiti og heiðskýrt.

Við að borða úti :)

Gönguferðin

Fimmtudagur:
Fórum til Thonon á markað um níu. Ferðin þangað tók um 35 mínútur en aðeins lengri tíma tók að finna bílastæði og lendum við í ýmsu við það híhíhí. Keypti mér sólgleraugu sem eyðilögðumst fimm mínútum seinna, kjól og hringa handa mömmu. Fórum svo í "Blómabæinn" og skoðuðum eld eld gömul hús og fallegan bæ :) Veðrið var æðislegt um 26 stiga hiti, heiðskýrt og logn. Kvöldið var tekið rólega og spila Trivial :)

Ég í Thonon

Föstudagur:Ákveðið var að vera heima í Bernand þennan dag. Mandý, Fanney og Hrabba tóku sig til og fóru í garðyrkju á meðan Theó og Kolla þrifu bílinn og gerðu aðeins við híhíhí.... ég já ég tók myndir hehehe. Fórum aðeins á rúntinn í Super U og fórum út að borða á alveg hreint frábærum veitingarstað :) Fengum fullt af hráu kjöti sem við elduðum sjálfar á steikarpönnu og ost sem bráðnaði.... get ekki beint lýst þessu en maturinn var frábær í alla staði :) Veðrið þennan dag var frábært eins og hina, um 27 stiga hiti, heiðskýrt og logn.

Theó og osturinn mikli.

Laugardagur:
Vaknað snemma og keyrt til Evian. Farið þaðan með ferju til Lausanne í Sviss. Þangað var farið í verslunarferð og voru nokkur skópör keypt og ýmislegt í HM.... Dagurinn var æðislegur og rosalega mikið fallegt séð :) Veðrið var eins og á föstudeginum. Kvöldið var tekið rólega, skoðað myndir úr ferðinni, hlegið og drukkið smá rautt :D:D

Sunnudagur:
Farið var í "Geitadalinn" sem er held ég í 1600 metra hæð. Þar fóru sumir í gönguferð lengst upp, aðrir aðeins styttra og enn aðrir aaaaðððeeiinnss styttra :D. Þar sáum við snjó!!
Þaðan var svo farið lengst niður í jörðina að skoða gljúfur sem á hefur brotið sig í gegnum. Alveg svakaleg sjón og frábært eins og allt á þessum degi :) Staðurinn heitir á íslensku munnur djöflabrúarinnar. Veðrið svipað og hefur verið ef ekki heitara.

Theó og Mandý í gönguferð um "Geitardalinn"

Mánudagur (þessi rólegi...):
Já síðasti dagurinn í húsinu. Ákveðið að taka daginn rólega þar sem við áttum eftir að þrífa húsið og pakka niður. Þó var nú ákveðið að fara í smá gönguferð. Mandý og Hrabba fóru niður í Bernex og við hinar ákváðum að ganga að Thollon... bara smá ganga... Fórum um hálf tvö. Vegna hversu stutt við ætluðum var ekkert vatn eða símar með í för.. Eftir að hafa labbað í þó nokkurn tíma sáum við niður í bæinn. Vorum við orðnar vel þyrstar og því var ákveðið að fara niður í bæinn. Þar voru allt lokað en eftir smá göngu um bæinn fundum við supermarkað og var þar keypt vatn og súkkulaði. Farið var svo aðra leið heim og var hún þokkalega erfið bara upp upp og aðeins meira upp!! Við vorum nú farnar að hafa smá áhyggjur af því að stelpurnar sem eftir urðu heima væru farnar að undrast um okkar en því miður var ekki hægt að hringja… maður lærir af reynslunni híhí.
Þegar við komum loks heim um sex eftir þessa líka stuttu göngu var drifið sig í sturtu og skundað út að borða í Evian þar sem við fengum frábæran mat og þjónustu. Veðrið var alveg svakalega gott, líklega um 29 stiga hiti, heiðskýrt og logn!!

Þriðjudagur:
Vaknað snemma og gengið frá öllu. Lögðum af stað kl. hálf níu. Fyrst var stoppað og skoðað rosalegan kastala í Sviss. Eyddum smá tíma þar og nutum þess að ímynda okkur lífið á þrettándu öld . Haldið var svo áfram til Konstanz í Þýskalandi og tekin þar ferja til Neerburg. Stoppuðum þar og skoðuðum þennan fallega bæ og nutum veðurblíðunnar. Um 30 stiga hiti, heiðskýrt og logn!! Ferðinni var svo haldið áfram til Friedrickshafen og borðað á kínverskum stað. Rosalega mikill og góður matur og þar drakk ég örugglega besta bjór sem ég hef smakkað. Fórum svo í loftið rétt fyrir tíu á þýskum tíma og lentum rétt fyrir tólf á íslensku s.s. fjögurra tíma flug. Fékk far með móðir Kollu heim og var komin um hálf tvö vel þreytt.
Flugið var hreint út sagt ömurlegt og grét ég ekkert smá mikið Takk stelpur fyrir hjálpina í fluginu og frábært ferðalag


Í flugvélinni :)
Getið skoðað myndir af ferðinni hér til hliðar  Tekið var um 800 myndir í ferðinni svo þetta er bara brotabrotabort af því 

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

fjödi myndanna var svona nær 1000, held nákvæmlega 937 sem voru skrifaðar á cd eftir að búið var að eyða nokkrum vegna plássleysis á geisladisknum ;-) Takk sömuleiðs fyrir frábæra ferð ;-) CU

6:55 AM  
Anonymous Anonymous said...

Velkomin heim, í rigninguna ;)Greinilega skemmtileg ferð hjá ykkur, æðislega flottar myndir. Hafðu það gott snúlla.
Kveðja Berglind.

2:31 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta hefur verið æðisleg ferð hjá ykkur, verður gaman að sjá allar myndirnar :)

2:29 AM  

Post a Comment

<< Home