Thursday, June 01, 2006

5 dagar til Frakklands

Jamm og jæja :) Nú eru aðeins fimm dagar þangað til ég og mínar yndislegu vinkonur fljúgum til Friedrichshafen þar sem Kolla mun taka á móti okkur. Keyrt verður svo í gegnum Sviss og til Frakklands. Ja hérna hvað maður er orðinn hryllilega spenntur víví :)

Annars var ég að átta mig á því í dag að nú væri ég búin að ljúka mínu fyrsta kennsluári. Mjög svo furðulega tilfinning þar sem mér finnst ég varla vera útskrifuð. Á morgun verða svo skólaslit og mun ég hitta nemendur og foreldra í tíu mínútur til að þakka þeim fyrir veturinn og láta krakkana fá einkunnir. Dagurinn í dag var samt rosalega erfiður úff :( Hann tók gríðalega mikið á. Ég kallaði krakkana eitt og eitt inn til mín og þakkaði þeim fyrir veturinn og fékk að taka utan um þau. Ég sagði nákvæmlega satt þegar ég sagði þeim að þau hefðu kennt mér alveg fullt og ég virkilega hlakka til að halda áfram að læra af þeim. Þetta er æðislegur hópur!! Þótt svo að maður sé stundum þreyttur og fúll við þau elskar maður þau út af lífinu og vill þeim allt hið besta.
En já, ég er víst orðin kennari!! Manni finnst maður nú varla vera það fyrsta árið en núna líður manni þannig og leyfir sér að vera pínu stoltur!! Það eru nú ekki allir kennarar sem þrauka fyrsta árið svo *klapp**klapp* fyrir mér hehehehe :)

Njótið!! Bless í bili!!

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Það er eiginlega alveg ótrúlegt að það skuli vera komið að þessu. Finnst eins og við höfum pantað bara í gær :D

4:41 AM  

Post a Comment

<< Home