Thursday, April 20, 2006

Kisublogg

Jæja kominn tími á smá blogg :)

Mamma er komin heim frá Varna, kom í gærkvöldi og fór ég ásamt Óskari pabba að sækja hana. Það var alveg yndislegt að fá hana heim ég er þvílíkt búin að sakna hennar. Skrýtið hvað maður er háður manneskjum, maður er eitthvað svo tómur þegar hún er ekki til staðar híhí en nú er hún komin heim og þá er allt gott :)

Annars langaði mér að tileinka þetta blogg kisunni minni honum Leó. Hann er alveg hreint ótrúlegur :) Jæja hann er t.d. orðinn 4,8 kg!! Og er aðeins 8 mánaða híhí. Hann sefur alltaf uppí hjá okkur (þótt sumum finnst það ógeðslegt þá er það bara ykkar mál). En já hann sefur þá oft á milli okkar á bakinu og hrýtur. Svo er það nýjasta hjá honum að sofa á bakinu á mér hahaha það getur nú verið frekar óþægilegt stundum því hann er nú ekki beint léttur þessi köttur.
Þegar honum vantar athygli eins og t.d. núna þá er ég með fæturnar upp á öðrum stól og hann liggur ofan á fótunum á mér svo pikkar hann létt í þær til að fá smá klór, algjör rúsína.
Honum finnst sérlega gott að liggja upp á sófabakinu og um daginn sat Ívar í sófanum með hendina upp á bakinu og þá kemur Leó og "sparkar" í hendina á honum svo hann myndi færa sig til þess að geta lagst!! Það var alveg ótrúlega fyndið híhí.
Í morgun vaknaði ég við að hann var að kurra við rúmið hjá mér. Ég leit upp og þá stökk hann upp á tösku sem liggur við skápinn og hoppar upp og hengur í haldinu til að opna skápinn og hreyfir sig fram og til baka en honum tókst nú ekki að opna hann. Svo fer ég fram úr og finn mér föt og gleymi að loka skápnum. Þegar ég kem aftur inn í svefniherbergi er hann búinn að henda buxunum mínum og bolum niður á gólf og situr í rúminu með kanínuskinnið mitt og er að sleikja það!! Sko þetta gerðist á einni mínútu hahaha. Ég var nú ekki beint sátt og henti honum út og setti fötin aftur inn í skáp! Þá byrjar hann að mjálma og kurra á mig þangað til ég opnaði skápinn aftur. Hann var mjög snöggur og stökk upp í þriðju hillu þar sem kanínuskinnið lá og settist hjá því hahahaha en það er nú ekki beint í boði að hanga inn í skáp þannig að ég dröslaði honum aftur fram og varð hann vel móðgaður!! Æji ykkur finnst þetta kannski ekkert skemmtileg lesning en mér finnst hann bara svo ótrúlega sniðugur híhíhí.
Pabbi á kisu sem heitir Tara og eru þau alveg ótrúlega góðir vinir. Þau hlaupa hér út um allt og leika sér og kúra stundum saman :) Það er ferlega skemmtilegt að horfa stundum á þau!
Ég reyni að taka myndir sem fyrst af þeim og set inn á síðuna :)

Annars er bara allt gott að frétta og nú eru aðeins 47 dagar þangað til ég fer með Theó, Fanney, Hröbbu, Mandý og Kollu til Frakklands :) ohhhh hvað það verður æðislegt :D. En hafið það sem allra allra best og gleðilegt sumar :D er farin að kaupa mér myrkratjöld svo ég geti sofið lengur en til sex :(

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þetta er nú meiri dúllikisinn sem þú átt;)
Ég get líka endalust talað um hundana mína enda verður þetta ósjálfrátt bara börnin manns;)
Vona að þú hafir það gott elskan, knús knús Tinna.

5:14 AM  
Anonymous Anonymous said...

Skemmtilegt blogg!!! Mér finnst svo gaman að lesa svona dúlludýrasögur hihi... Endilega taktu myndir af Leó og félögum hihi :D Já VÁ hvað líður alltíeinu hratt að Frakklandsför - verður GEÐVEIKT!!!

5:10 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sælar ég ákvað að kvitta víst það var komið svona rosalega flott og langt blogg loksins heheh

9:24 AM  

Post a Comment

<< Home