Saturday, April 29, 2006

Laugardagur og aðeins...

38 dagar í Frakkland :):) úff hvað maður er orðinn spenntur híhí!!

En já það er laugardagur og svona er skipulagið fyrir daginn:
Þrífa
Setja í vél
Fara í bónus
Kaupa afmælisgjöf
Baða mig
Dressa mig
Mála mig
Greiða mér
og drekka mig xxxxx hehe !!!

Já þokkalegt skipulag það og ég er nú búin með atriðið númer eitt og tvö og klukkan var að slá tíu :):) Bara nokkuð ánægð með sjálfa mig!!

Annars er ég að fara í rútu frá Hamraborg kl. sjö og þaðan liggur leiðin upp á Kjalarnes í fertugsafmæli hjá henni Kötu minni :) Ohhh hvað það verður örugglega frábært!! Annars á ein af hrauneyjargellunum hún Hrabba afmæli í dag!! Þrítug ófurskutla :) TIL HAMINGJU ELSKAN MÍN OG MÉR FINNST MJÖG LEIÐINLEGT AÐ GETA EKKI VERIÐ MEÐ ÞÉR Í KVÖLD. Það er nú eiginlega alveg ótrúlegt hvað allt þarf að vera á sama tíma en svona er þetta bara, maður getur víst ekki verið á tveimur stöðum í einu!!

Annars er mér farið að hlakka mjög mikið til næsta skólaveturs. Hann Hjörtur vinur okkar Ívars að norðan fer að vinna í Sæmundarseli og mér finnst það alveg frábært :) Gaman þegar gamlir vinir enda á sama stað hehehehe.... já ég er ekki enn vöknuð :)

Jæja, ætli það sé ekki best að fara og hengja upp og vekja letihaugana á þessu heimili!! Eða skunda bara ein í búðina! Ætli það sé búið að opna Bónus, ja það er spurning!

En well hafið það gott elskurnar mínar sem nennið eitthvað að kíkja hér inn :) see ya!

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Góða skemmtun í kvöld elskan mín;)

Svo vill ég bara hrósa þér fyrir að vera svona skipulögð! það mættu fleiri taka þig til fyrirmyndar segir skipulagsfríkið;)
Knús Tinna.

5:22 AM  

Post a Comment

<< Home