Sunday, September 03, 2006

Okí okí ;)

Best að reyna að skrifa eitthvað hér inn hehe, Kristjana var víst að segja mér að 16. júlí væri ekki lengur töff hahahaha.
Jæja ég er byrjuð að vinna aftur sem er bara frábært. Var orðin hálf leið á þessu sumarfríi. Það var sko alveg brill á meðan Ívar var líka í fríi en svo þegar hann fór að vinna varð maður eitthvað svo einmana.
Já Ívar fór að vinna 8. ágúst og ég hef eiginlega bara ekkert séð hann síðan :( Eitthvað þvílíkt vesen búið að vera með kerfið hjá þeim en allt lítur þetta nú betur út :) Vegna mikils álags hjá honum í vinnunni bauð Mentor okkur út til Köben á hótel DuNord og stefnum við á að fara 22. september vívíví.... ekki amalegt þar sem við höfum ALDREI farið erlendis saman á þessum ellefu árum sem við höfum verið í sambandi svo KOMINN TÍMI TIL. Takk Mentor fyrir okkur :)Raggi sem vinnur með Ívar hefur einnig verið að vinna svona mikið og fékk hann og kærastan hans hún Lína þennan glaðning einnig svo við erum að hugsa um að skella okkur saman :)

Ég var ekki heima á menningarnótt heldur skellti ég mér með henni Kollu norður á Akureyri þar sem við gistum í tjaldi á föstudagsnóttinni og deginum eftir kom hún Theó skvísa og sótti okkur. Fórum við í Mývó og ákváðum að gista þar um nóttina :) Við fórum í Sænautasel og fengum okkur kleinur og heitt kakó :):) algjör snilld og keyrðum svo í gegnum Möðrudal, svaka flottur staður. Þegar við vorum á leiðinni í Mývó stoppuðum við við Skessugarða sem er eitt mikilfengnasta náttúrufyrirbæri á Íslandi og segi ég við alla að skella sér þangað sem eiga leið um svæðið :) Alveg ótrúlega töff. Á sunnudeginum var svo skellt sér í Jarðböðin í 20+ stiga hita, algjör snilld :)

Annars fór ég á djammið á föstudagskvöldið.... mjög gaman en ekki jafn gaman á laugardeginum þar sem ég ætlaði að vera svaka hress í Keflavík... Við Ívar fórum nú samt og horfðum á flugeldasýninguna sem var algjört brill!! En svo var bara farið heim til bróðurs Ívars og farið að sofa um hálf eitt. hahaha algjör auli!

En jæja, best að fara að taka úr þvottavélinni og fara að undirbúa morgundaginn :)
og takk Kristjana fyrir sparkið í rassinn og sorrý ef færslan er illa skrifuð, nenni engan veginn að lesa þetta yfir híhíhí!!

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Vá æðislegt að fá ferð til Köben, góða skemmtun :)

6:09 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sammála Kristjönu, 16.júlí er alveg off sko, híhí!

Hafðu það rosa gott sweety *smooch*

4:53 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gaman að sjá nýja færslu :) Frábært að Ívar skuli fá smá verðlaun fyrir dugnaðinn :)

11:22 AM  

Post a Comment

<< Home