Thursday, January 19, 2006

Hellú :)

Hæ hæ
Ég ætlaði að skrifa hér eitthvað í fyrradag en fattaði eftir smá stund að ég hafði nákvæmlega ekkert að segja híhíhí. Það hefur nú orðið lítil breyting á en ég ætla samt að skrifa smotterí!
Það gengur mjög vel í vinnunni :) Ég er rosalega ánægð að hafa farið að vinna þarna og er alveg svakalega heppin með vinnufélaga, þær eru alveg frábærar. Bekkurinn minn er líka algjör snilld :D
Svo eru við Hrauneyjargellurnar að fara að hópast á Hrauneyjar um helgina vívíví. Leggjum af stað snemma á laugardaginn og komum til baka þegar heilsa leyfir á sunnudag/kvöld hahahahahaha :D Það verður frábært að fara þarna uppeftir og sjá hana Kristínu okkar og fara að blaðra um Frakklandsferðina okkar :) Já við erum að fara 6. júní í húsið hennar Theó :) Það verður algjör algjör snilld.
Leó er alltaf jafn yndislegur, vekur mig á hverjum morgni svona svo ég örugglega sef ekki yfir mig híhí. Annars er ég búin að finna nokkuð gott ráð á hann en það er að leika þvílíkt mikið við hann í svona klukkutíma áður en við förum að sofa og þá vekur hann mig ekki fyrr en um hálf sjö sem er nú bara mikill munur frá hálf fimm eða álíka híhí. Annars er hann alltaf að verða loðnari og loðnari, algjör rúsína.
Já svo er bara bóndadagurinn á morgun, býst nú ekki við að gera eitthvað fyrir kallinn en það á bara eftir að koma í ljós :) Annars er ég að fara í plokkun og litun.... já það er nú bara frétt þegar ég læt það eftir mér.. eða s.s. nenni að fara hehe. Mér þykir þetta svooooo leiðinlegt en er alltaf samt svo rosalega glöð þegar þetta er búið :)Svo þarf ég bara að fara að panta mér tíma í klippingu og fara í svona þrjá tíma í ljós eða eitthvað, þá verð ég sátt!!
Annars ætla ég núna að fara að kúra hér í sófanum og hafa það notalegt þótt ég myndi miklu frekar vilja kíkja á kaffihús en þar sem mínar fáu vinkonur eru uppteknar við lærdóm, vinnu, barneignir eða fjölskyldulíf þá bara fer maður ekki neitt! Annað hvort þarf ég að fá mér aukavinnu á kvöldin, verða ólétt eða fara aftur í skóla. Hvað finnst ykkur???
Já ég verð líka aðeins að monta mig á henni Tinnu vinkonu minni :) Hún var gestur í Ísland í bítið um daginn að tala um kostnað á ófrjósemisaðgerðum eða s.s. muninn á kostnaði hér og í Danmörk. Vá hvað hún tók sig vel út og að mínu mati algjör hetja :D

Úfff :( Ívar var að sýna mér frétt um tvítuga stelpu sem lést í bílslysi á Hnífsdalsvegi þannig að nú hef ég bara ekkert meir að segja nema farið varlega í umferðinni hvar á landinu eða í heiminum þið eruð!!!

Friday, January 13, 2006

Svarið ef þið nennið :D

1. Hver ertu?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifinn af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu af hverju þú valdir það?
7. Lýstu mér í einu orði?
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eikkað, hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkir þú mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tímann langað að segja mér eikkað en ekki getað sagt það?
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

Tannsi, snjór og akstur

Hæ hæ :D
Já ég hef verið nokkuð löt við að blogga síðustu daga en hér verður smá bót á máli :D
Ég hef ákveðið að tjá mig ekkert um DV málið því ég held að allir séu að verða komin með ógeð á umræðunni þótt auðvitað sé gott að talað sé um þetta mál þá má nú öllu ofgera.
Annars fór ég til tannsa í gær og hann var nú ekkert sérstaklega góður við mig :( Það þurfti að bora og svoleiðis yndislegt þannig að ég var hálf manneskja þegar ég koma aftur í vinnuna :( og fór því heim um hálf tvö. Ég ákvað að leggja mig og svaf til hálf fjögur... það sko bara gerist ekki! En þegar ég vaknaði í morgun var ég miklu hressari og finn ekkert til vívíví nú er bara að bíða þangað til 2. feb og sjá hvað hann vill gera þá.
Ég tók bílpróf í sumar eins og flestir sem lesa þetta blogg vita og var s.s. í fyrsta skipti í dag að keyra í almennilegum snjó!! Ég elska snjó :D en ég hata að keyra í honum OMG :( Ég var lítið hress á leiðinni uppeftir í morgun, þvílíkt sem ég skalf og nötraði úr hræðslu. Ég var nú ekkert skárri á leiðinni heim og var mikið að spá í að skilja bílinn eftir og vera hjá mömmu eða taka strætó en það þýðir auðvitað ekki neitt svo mín keyrði heim!! Það gekk bara mjög vel :D en einhver strákgutti ákvað að fara aðeins of hratt í eina beygju og rann yfir á minn vegarhelming þannig að ég brunaði uppá gangstétt og slapp :D En ég hugsa mikið til þess ef einhver hafði verið á gangstéttinni púfff því mér brá svo að ég bara beygði og var ekkert að ath. fyrst hvort einhver stæði þarna .... :( mér líður nú ekkert afskaplega vel með þetta en sem betur fer sluppu allir og allt :D
Leó líður bara mjög vel. Honum samt greinilega leiðist eitthvað á daginn þegar við Ívar erum að heiman því hann mjálmar þvílíkt mikið þegar við komum svo heim híhí. Algjör snúlli :D Á næturnar um 4 leytið þá er Leó búinn að sofa og nennir auðvitað ekkert að hangsa bara einn og því er hann mjög duglegur að láta vita af sér ... hann fær þó mis góðar móttökur karlinn hehehe.
En jæja það er kominn föstudagur og mig langar mjög að kíkja eitthvað út í kvöld. Einhver til??? Annars góða helgi og hafið það allra best. PASSIÐ YKKUR Í UMFERÐINNI :D (afsakið stafsetningarvillur, nenni ei að lesa yfir)

Tuesday, January 10, 2006

Ívar afmælisstrákur :)

Hef nú ósköp lítið að segja nema að mig langaði að óska Ívari snúlla innilega til hamingju með 28 ára afmælið.

Lúv ya :D