Monday, October 31, 2005

Halló

Jæja þá er þessi mánudagur á enda. Hann var nú frekar langur þar sem ég var mætt í vinnuna í morgun kl. átta og fór þaðan kl. átta að kvöldi til. Það var foreldraskemmtun í skólanum og krakkarnir voru með atriði. Stóðu sig svaka vel og ég er alveg rosa stolt af þeim :O)

En nú líður að Leó flytji heim, það eru bara um 17 klt. í það vívíví híhíhí. Er að fara á morgun og kaupa mat handa honum en það er það eina sem vantar :) jú svo ætla ég að fara og kaupa mér góða þolfimisskó, íþróttabuxur og einhvern góðan bol :) því svo byrja æfingarnar á fullu kl. hálf sjö á miðvikudaginn, þannig að það er nóg að verkefnum framundan.

Ohhh svo er langþráð vetrarfrí að hefjast á miðvikudag. Ég fer nú ekkert, ætla bara að vera duglega að leika við kisa og þrífa hér og þannig. Það eru þrjár að fara erlendis sem ég er að vinna með. Tvær til Köben á sálina og ein til Sviss. ****ÖFUND****

Jæja best að fara að hætta þessu rugli í dag og fara að kúra ... er VEL þreytt eftir daginn en líka mjög ÁNÆGÐ :O) see ya people og endilega kastið kveðju á mig híhí :O)

Sunday, October 30, 2005

Gestabókin er ekki virk í augnablikinu :) commentið hér bara híhi

Hér er Leó!!!


Leó er rúmlega níu vikna kisustrákur :) Hann flytur til okkar á þriðjudag og er mjög mikil tilhlökkun í gangi víví!!!

Smá prufa

Jamm er svona að velta fyrir mér að fara í blogspotið híhí.... hvernig ætli þetta komi út :D En audda er ég bara að læra á þetta :)