Tuesday, December 05, 2006

Hugsi hugs...

Jamm og jæja, hlaut að koma að þessu en ég hélt að það yrði samt ekki alveg á næstu árum en jú!! Jú ég er farin að hugsa hvort ég ætti að finna mér eitthvað annað að gera í staðinn fyrir að kenna! ja maður gæti kannski fengið betur launað einhvers staðar annarsstaðar. Úff já já nú segið þið "hva, þú hlýtur að hafa vitað hvað launin væru léleg þegar þú fórst í Kennó" Svarið við því er NEI, jú ég vissi að það væri ekki gott en aldrei datt mér í hug að það væri svona lélegt, eins fór ég ekki í háskólanám til þess að verða rík heldur til að gera það sem ég hef unun að gera, sem er jú að kenna. En maður vill nú samt geta lifað!!

En æji ég er nú bara að hugsa um þetta, hef alls alls ekki tekið neina ákvörðun. Þetta er mér gríðalega erfitt þar sem ég hef aldrei gert neitt jafn skemmtilegt og gefandi eins og að kenna.

Ég er líka svo ótrúlega pirruð á þessum fasteignamarkaði. Mér finnst alveg ótrúlegt að fá ekki meiri hjálp frá bönkum eða ríkinu til þess að ég geti keypt mér íbúð. Jú ég er auðvitað bara algjör hálviti að flytja svona ung að heiman og fara í heimavistaskóla sem kostaði hrúgu af peningum og þar að leiðandi hafði ég ekki efni á því að spara!! Eins er ég algjör hálviti að geta ekki sparað á meðan ég var í háskólanámi og jú ég er auðvitað algjör hálviti að geta ekki sparað þegar ég er byrjuð að vinna!! Úfff fólk á auðvitað misjafna ævi, sumt fólk er tilbúið að fara að vinna 16. ára og ekki fara í skóla, sumt fólk er einfaldlega sparsamara en annað og þarf til dæmis ekki að borga leigu, námslán eða reka bíl heldur á það rosalega góða foreldra sem gera það bara fyrir mann. Þvílíkur lúxus. En svo eru auðvitað aðrir sem bara geta verið í skóla, borgað leigu og samt sparað!! Ég hefði viljað fara á námskeið með því fólki. En jamm þetta er auðvitað misjafnt, en mér finnst furðulegt að "þeir sem ráða öllu" búast við því að maður labbar úr háskólanum með tvær millur í höndunum til að borga upp í íbúð!! hmmmmm Kannski er ég bara hálviti!!

En jamm og jæja, þetta eru hugleiðingar dagsins :)

Sunday, December 03, 2006

3. desember :)

Ohh hvað þetta er spennandi bara kominn desember!! Hann byrjaði þó ekki nógu vel hjá þar sem ég fékk einhverja smá flensu á fimmtudaginn en var sem betur fer orðin laus við hana þegar ég vaknaði á laugardagsmorgunin :) en þá var nú skundað í ræktina og farið þaðan beint til mömmu þar sem við höfðum ákveðið að útrétta aðeins þar sem jólin nálgast. Ég var mjög ánægð með mig og náði ég að versla helming af jólagjöfunum og svo fórum við Ívar eftir ræktina í dag og kláruðum að versla...svona næstum. Ég á eftir að kaupa handa Ívar og hann mér :) En þetta er algjör snilld að vera búin að þessu og það er bara 3. des!!

Í gærkvöldi bauð Jóhanna og Hjörtur okkur í mat, það var alveg frábært :) :) takk fyrir okkur!! Dóttir þeirr Tanía Sól er algjört krútt og mjög svo skemmtilegur krakki :) Takk fyrir skemmtunina! En við sátum þar og spjölluðum til að ganga ellefu og þá var bara skundað heim í háttinn híhí við erum orðin svo gömul eitthvað híhí..

Mér til ómældrar ánægju ákváðum við Ívar að fljúga norður um jólin. Við s.s. fljúgum 20. des kl. 13:15......bara eins gott að ég tefst ekkert í vinnunni þar sem ég er að vinna til 12:15 híhí en svo komum við aftur heim þann 29. des, lendum um sex leytið! Ohh það verður yndislegt að komast út í ey og slaka vel á!

Annars hafið það alveg sérlega gott og ekki stressast of mikið í jólastússinu :)