Wednesday, February 22, 2006

22. febrúar :)

Já já þá er skvísan orðin 26. ára gömul. Ég er nú rólegri yfir þessum aldri heldur en ég varð í fyrra hahaha fékk alveg hita og alles þá :)
Dagurinn í dag er búinn að vera mjög nice þó svo að hann hafi nú ekki byrjað sem best en minn heittelskaði gleymdi honum hehehe en hann var nú fljótur að átta sig og sendi mér sms og e-mail í vinnuna :) þannig að honum var fyrirgefið með því sama.Nemendur mínir eru alveg hreint yndislegir hehe, gáfu mér blóm og nammi. Algjörar dúllur!!

Svo erum við bara á fullu að pakka. Þetta er nú allt að verða komið ofaní töskur eða kassa þannig að nú er eiginlega bara eftir að flytja. Förum með dót í geymslu á föstudag, annað á haugana á laugardag og svo bara við, kisi, rúmið og fötin okkar á sunnudeginum. Úffff hvað ég verð ÞREYTT á mánudeginum!! Erum að fara á árshátíð á föstudagskvöldinu og út að borða (líklega) með Línu og Ragga en Lína er að útskrifast um daginn :) Þannig að það verður NÓG að gera um helgina og kannski mun litla frænka líta dagsins ljós vívíví :D

Annars eigið góðan dag og hafið það sem allra allra best :)

Sunday, February 19, 2006

Nokia 6101



Fékk þennan fína síma í afmælisgjöf frá Ívari :) vííí hvað ég er rosalega glöð með karlinn híhí. :):)
Annars var gærkvöldið rosalega fínt :) Fórum til mö og pa og komu Linda, Dóri, Benidikt og Aníta Líf og Gunnar, Sigrún, Daníel og litla stelpuskottið (sem er sko enn í mallanum híhí. Þar borðuðum við læri NAMMMMMMIIIIA hvað þetta var svakalega góður matur. Svo auðvitað var horft á Evrovision. Þar var fólk ekki með alveg sömu skoðun á hlutunum en þetta endaði nú allt vel :) Ég hafði vilja sjá Andvaka komast áfram :) En er alveg svo sem sátt við Silvíu.
En jæja farin að fá mér að borða :) vona að það sé ekki of mikið að villum í textanum....nenni ekki að lesa hann yfir híhíhi bleble

Friday, February 17, 2006

klukk og Leó

Æji litli Leó er vel slappur núna. Fórum með hann til dýralæknis í morgun og var hann þar geldur. Nú er litla greyið steinsofandi hér við hliðina á mér og greinilega ekkert voða sáttur :( En honum á eftir að líða betur eftir nokkra daga :) hugga mig á því hehe. Annars skráðum við okkur á kattasýningu þann 11. -12. mars og var ég alveg :D:D:D:D svona spennt þar til ég fattaði að þá er árshátið á Hrauneyjum og þá varð ég alveg svona :(:(:(:( En vonandi reddast þetta, verð því líklega bara á laugardeginum og fer svo uppeftir.

Annars klukkaði hún Hrund mig og hér kemur það :D

-unnið við þrif á herbergjum
-unnið í fiski
-unnið í búð
-kennari

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur & aftur.

-Stella í orlofi
-Kill Bill
-The never ending story (bara af því að það var fyrsta myndin sem ég sá í bíóhehe)
-Notting Hill


4 uppáhalds geisladiskar/plötur.

-Abba Gold
-Hera (síðustu þrír)
-Eivör..Krákan
-Jón Sigurðsson...Love

4 staðir sem ég hef búið á.

-Vestmannaeyjar
-Hrísey
-Reykjavík
-Laugar

4 sjónvarpsþættir mér að skapi.

-Prison brake
-Desperate housewifes
-Lost
-OC

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum.

-Hrauneyjar
-Köben
-Höfn í Hornafirði
-Ísafjörður

4 síður sem ég skoða daglega(f. utan blogg)

-Ingunnarskoli.is/5gm
-kynjakettir.is
-khi.is
-mbl.is/fasteignir

fernt matarkyns sem ég held upp á.

-kjötsúpa
-Grænmetissúpa
-Lasagne og hvítlauksbrauð
-Lambalæri A LA mömmu

4 staðir sem ég helst vildi vera á núna.

-Hrísey
-Hrauneyjum
-Hjá múttu minni
-í vinnunni hjá Ívari því þá fengi ég að vera með honum

4 bloggarar sem ég klukka á.

-Theó
-Heiðrúnu
-Sigrúnu Huld
-Mömmu :) getur sett það inn sem komment ;) hehe

Annars er ég að fara að vinna á eftir í Klúbbnum .... og með hálsbólgu og fínerí :S
Góða helgi og sjáumst!!

Sunday, February 12, 2006

Laugardagskvöldið

var hreint út sagt frábært!!! Vá hvað er langt síðan ég hef skemmt mér svona rosalega vel og ég held að aðalástæðan fyrir því var sú að ég fór EKKI niður í bæ.
Ég hafði farið í vikunni og keypt mér rosalega fínan bol og pils og farið í klippingu og strípur þannig að ég var voða fín :)
En kl. hálf sex fórum við á Pottinn og pönnuna þar sem við fengum okkur lambavöðva og OMG hvað þetta var góður matur. Eftir það fórum við til Línu og Ragga(er að vinna með Ívari) og þar var okkur boðið Mohito (held að þetta sé rétt skrifað :S)Ég hafði nú smakkað þennan drykk á Torvaldsen og mér fannst hann frekar ógeðslegur þar en Línu tókst þetta alveg svakalega vel þannig að ég fékk mér tvö glös og Ívar þrjú... eða var það fjögur hehehe man það ekki alveg :D
Já um átta kom Símon (sem er einnig að vinna með Ívari) og fórum við þá öll í afmæli til Péturs sem varð fertugur. Hann er eigandi Mentors þar sem Ívar er að vinna og Manna og músa. Þetta var alveg rosalega flott afæmli þjónar, kokkar og hljómsveit, rautt, hvítt, bjór og snittur í boði. Eftir miðnætti var nú enginn eftir nema starfsfólk Mentors og Manna og músa og þeirra makar þannig að það var dansað fram til þrjú um nóttina hahaha. Þetta var snilldar partý!! Alveg ótrúlega gaman og ég er svooooo ónýt í fótunum mínum hahaha þvílíkt langt síðan ég hef dansað svona svakalega. Aðallag kvöldsins var auðvitað Til hamingju Ísland með henni Silvíu Nótt. Þegar ég vaknaði í morgun (ótrúlega hress) ómaði þetta lag og ómar enn.....
En allavega þá er ég farin að knúsa manninn minn :) hann er svo yndislegur hehe.

Sunday, February 05, 2006

Til hamingju Ísland

Hellú :D
Jæja þá er undankeppnin búin og öll lögin komin :) Þetta er nú bara spennandi að sjá hver kemst áfram. Mér þótti t.d. lögin sem Trausti kom með hérna Andvaka og það sem Regína Ósk söng (man ekki hvað það heitir) og svo Birgitta og Silvía vera flottast. Einnig var lag í gær sem var mjög töff og heitir Útópía, rosa töff að hafa svona fiðlur og ekkert smá rödd sem konan hefur. Þannnig að þetta verður að öllum líkindum mjög skemmtilegt þann 17. feb.
Mér heyrist þó á flestum að það ætti bara að slá þessu úpp í kæruleysi og senda Silvíu Nótt út. Já já ég get svo sem verið sammála því :) það yrði mjög svo fyndið alla vega og við myndum að ég held örugglega komast upp úr undankeppninni hehe :)
En jamm á föstudag kíkti ég í Idol partý hjá Gunna og fór ég þangað með Léo. Hann skemmti sér svo vel með honum Gabríel kisuvini sínum að við ákváðum bara að leyfa honum að gista. Þegar við svo sóttum hann í gær var hann gjörsamlega uppgefin og er búinn að sofa í ca sólarhring hahaha, algjör rúsína :)
Í gær fór ég svo í aukavinnuna mína á Klúbbnum sem er sportbar uppá Höfða. Það mættu ekki jafn margir eins og haldið var í fyrstu þannig að ég var bara stutt þar en fer svo aftur í dag kl. þrjú að vinna. Mér líst bara ágætlega á þetta en ég veit ekki hvað ég mun vinna mikið þar sem kennslan er nú alveg nóg svona hehehe.
En jamm og jæja, ætla að rífa Ívar með mér út :) Heyrumst og hafið það afskaplega gott :)

Friday, February 03, 2006

ohhh

Jæja er ekki best að (d)rita hér einhverju inn :)

Ég er orðin svoooooo eyrðarlaus :( ohhh hvað það fer í mínar fínustu. Ég hef verið að velta fyrir mér afhverju ég geri aldrei neitt á veturna. Á sumrin þeytist ég um landið í útileigur með mömmu og pabba, fer í gönguferðir eða hjóla, skelli mér í sund eða í bláa lónið, fer og rölta niðrí bæ og sest á kaffihús en á veturnar þá geri ég nákvæmlega ekki neitt :S eða það finnst mér allavega.
Afhverju í ans... drífur maður sig ekki á fætur og skellir sér t.d. í sund? Eða kíkir í keilu? Eða fer í bláa lónið, það er jú opið líka á veturnar. Afhverju skellir maður sér ekki í sumarbústað? Eða fer í góðar gönguferðir það er jú ekki það oft sem er ófært hér á suðurlandinu. Eða fer oftar uppá Hrauneyjar?
Ég meina ÉG ER KOMIN MEÐ BÍLPRÓF og gæti því alveg farið bara EIN þegar enginn annar nennir með mér. Púfffff HJÁLP einhver??? Þótt það væri ekki nema að fara á kaffihús!! Ég veit nú ekki hvað er eiginlega langt síðan ég hitti vinkonu mína og skundaði á kaffihús.
Oft hefur mér líka fundist ég vera eitthvað svo gleymd. Ég ætla nú ekki að móðga mínar bestu vinkonur því ég er nú það heppin að eiga nokkrar góðar :D En mér finnst virk kvöld t.d. vera ÖMURLEG. Maður kemur þreyttur eftir vinnu heim, eldar og borðar og leggst svo uppí sófa og horfi á líka þetta ömurlega sjónvarp :( og geri nákvæmlega ekkert annað, öll kvöld :( AAARRRRGGG

Vá hvað er mikill föstudagsblue eitthvað yfir mér núna :( Er einhver þarna úti???

Thursday, February 02, 2006

Listi

Ja hérna, sá þennan lista og ákvað að svara honum. Annars er svo sem lítið að frétta nema bara allt gott :D

(X) reykt sígarettu
( ) klesst bíl vinar/vinkonu
( ) stolið bíl (foreldranna)
(X) verið ástfangin/n
(X ) verið sagt upp af kærasta/kærustu
( ) verið rekin/n
(X) lent í slagsmálum
(X) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum----mamma gómaði mig samt..
(X) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
( ) verið handtekin/n
( ) farið á blint stefnumót
( ) logið að vini/vinkonu
(X) skrópað í skólanum
( ) horft á einhvern deyja
( ) farið til Canada
( ) farið til Mexico
(X) ferðast í flugvél
( ) kveikt í þér viljandi
(X) borðað sushi
( ) farið á sjóskíði
(X) farið á skíði
( ) hitt einhvern sem þú kynntist á internetinu
(X) farið á tónleika
(X) tekið verkjalyf
(X) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna
(X) legið á bakinu úti og horft á skýin
(X) búið til snjóengil
(X) haldið kaffiboð
(X) flogið flugdreka
(X) byggt sandkastala
(X) hoppað í pollum
(X) farið í "tískuleik" (dress up)
(X) hoppað í laufblaðahrúgu
(X) rennt þér á sleða
(X) svindlað í leik
(X) verið einmana
(X) sofnað í vinnunni/skólanum
(X) notað falsað skilríki
(X) horft á sólarlagið
(X) fundið jarðskjálfta
(X) sofið undir berum himni
(X) verið kitluð/kitlaður
( ) verið rænd/rændur
(X) verið misskilin/n
(X) klappað hreindýri/geit/kengúru
(X) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla----wops!
( ) lent í bílslysi
( ) verið með spangir/góm
(X) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
( ) borðað líter af ís á einu kvöldi
(X) fengið deja vu
(X) fengið deja vu HAHAHAHA FUNNY
(X) dansað í tunglskininu
(X) fundist þú líta vel út
( ) verið vitni að glæp
( ) efast um að hjartað segði þér rétt til
( ) verið gagntekin/n af post-it miðum (þið vitið - þessum gulu)
(X) leikið þér berfætt/ur í drullunni
(X) verið týnd/ur... ú já í Reykjavík þegar ég var fimm hehehe
(X) synt í sjónum
(X) fundist þú vera að deyja
(X) grátið þig í svefn
(X) farið í löggu og bófa leik
(X) litað nýlega með vaxlitum.. nokkuð oft í vinnunni hehe
(X) sungið í karaókí
(X) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum (við erum að tala um krónur, fimmkalla og tkalla hérna
(X) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
(X) hringt símahrekk
(X) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér
(X) stungið út tungunni til að ná snjókorni
(X) dansað í rigningunni...Hrauneyjar 2003
(X) skrifað bréf til jólasveinsins
( ) verið kysst/ur undir mistilteini
( ) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(X) blásið sápukúlur
( ) kveikt bál á ströndinni
(X ) komið óboðin/n í partý
( ) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
(X) farið á rúlluskauta/línuskauta
(X) hefur einhver óska þinna ræst
( ) farið í fallhlífastökk
(X) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig

Híhí þetta var gaman :D