Saturday, November 26, 2005

Hæ hó :O) kominn tími fyrir smá rit hér inn :O) Það er nú bara allt fínt að frétta og ýmislegt í gangi. Jú við vorum búin að gera tilboð í íbúð hér í hlíðunum en urðum að hætta við hana :( vonandi finnum við bara eitthvað annað!!

Ég fór á Selfoss síðasta föstudag á skólaþing. Þar fengum við fyrirlestra um t.d. teymiskennslu og samkennslu :) mjög fróðlegt og gaman. Var líka alveg í frábærum hópi kvenna úr skólanum. Borðuðum æðislegan mat á hótelinu þriggja rétta nammi namm. Takk fyrir daginn og kvöldið stelpur :O).

Á laugardagskvöldinu fór ég svo út með saumaklubbnum hennar mömmu. Ég var stíluð sem "maki" hennar Kötu hahahahaha. Það var frábært!!! Æðislegur matur (4. rétta). Mætti halda að ég lifði þvílíkt þotulífi hahahahaha.... En takk fyrir kvöldið :O)

Er svo að fara aftur út í kvöld í þriggja rétta máltið með Ívari þar sem við erum að fara halda upp á fimm ára trúlofun s.s. þann 24/11. Ívar gaf mér rosalega fallegt hálfmein og ég gaf honum úr :O) svaka töff.

Föstudaginn 2. des fá skólastjórnendur, kennarar og nemendur Ingunnarskóla formlega afhentann. Þar á eftir verður smá skrall hjá okkur :). Á föstudeginum þar á eftir eða 8. des er svo jólahlaðborð í vinnunni hjá Ívari. Það verður örugglega rosalega gaman :O)

Þann 20. des förum við svo út í Hrísey og verðum þar yfir jólin. Er ekki alveg viss hvenær við komum heim en það verður líklega rétt fyrir áramótin. oooo það verður svo yndislegt :) en ég veit að ég á eftir að sakna Leó alveg rosalega mikið :( Ég held að hann meiki ekki bílferð í fimm tíma plús ferjuferð :S

En jæja þá er Ívar farinn að taka til og best að ég drulli mér úr sófanum og hjálpi nú aðeins til :) Eigið góða helgi og heyrumst :O)

Tuesday, November 15, 2005

Hingað og þangað

Já hugur minn er hingað og þangað þessa dagana. Sakna Ívars alveg afskaplega, veit ekki hvernig ég myndi lifa næturnar af ef Leó væri ekki hérna hjá mér :O). Annars er eiginlega búið að vera brjálað að gera hjá mér! Dapurleikinn stóð ekkert svaka lengi þar sem ég var orðin þvílíkt glöð og hress á mánudaginn. Við Theó fórum út að borða á Vegamót í gær og það var yndislegt alveg hreint. Þvílíkt góður matur þarna og ekki var félagsskapurinn verri :O) Takk Theó. Ég nenni nú ekki heldur að elda í kvöld þannig að ég var að panta mér frá Nings... og þeir senda bara fyrir tvo þannig að ef þið eruð svöng þá er bara um að gera að drífa sig til mín hahahahaha. Nammi namm

Eins og ég sagði í einu bloggi þá fórum við að skoða íbúð á laugardaginn. Ákváðum svo að ég færi í gær og myndi gera tilboð sem og ég gerði. Því var tekið þannig að í dag var ég að standa í greiðslumati og fæ svo úr því á morgun :O) Þá kemur í ljós svona 100% hvað við gerum :O)
Það er nú hálf ömurlegt að þurfa að standa í þessu ein og ég er ÞVÍLÍKT glöð yfir að vera með bílpróf *hjúkk*. En Ívar er heppin að sleppa við allt þetta maus híhí!!

Well maturinn fer að koma svo ég ætla að leika aðeins við Leó, sem var nú hálfmóðgaður við mig þegar ég kom áðan, fannst ég búin að vera full lengi að heiman.

Hafið það gott!!!

Sunday, November 13, 2005

Sunnudagur :O(

Ja ég hef nú sagt það að mér þykir óhemju vænt um sunnudaga en get einhvern veginn ekki sagt það í dag :O( ég er eitthvað svo döpur!!! Líklega vegna þess að Ívar fór út til Svíþjóðar í morgun útaf vinnunni en samt finnst mér eins og það sé líka eitthvað meira! Ótrúlegt hvað maður getur verið einmana, furðulegt alveg hreint. Ég er búin að vera ein heima já síðan í morgun og þar sem flest allir sem þekkja mig vita að Ívar er erlendis þá hefur síminn þagað og engin komið við :O( ég veit ég veit, ég get líka alveg farið eitthvert og jú ég gerði það :O) Alltaf gott að hitta múttu mína. Var svo að hugsa um að fara eitthvað í kvöld í heimsókn en vegna dapurleika nennti ég því ekki.

Æji voða voða erfitt að vera ég núna :O( hehehehe. En þetta verður allt miklu betra á morgun :O) er það ekki venjan. Leó samt kemur mér til að hlægja þannig að það er gott að hafa hann :O)

Jæja, búin að vaska upp, fara með ruslið, sópa, taka til á klósettinu og þvo þvott og því best bara að fara að sofa, ekkert annað í stöðunni!! Ja ef litli gaur leyfir hehehe, það er nú það skemmtilegasta sem hann gerir er að hlaupa fram og tilbaka í rúminu mínu þegar ég er að reyna að sofna. Ég hef hreinlega ekki hjarta í mér að henda honum fram úr hahaha.

Mjög ánægð með að Silvía Nótt vann Edduna hehehehe hún er bara fyndin!!!!

En sorrý þið sem lesið þetta hvað ég er eitthvað leiðinlega döpur núna en ég býst við að flest allir hafa átt svona daga!! Og það að minna tilefni ;) Góða nótt elsku fjölskylda og vinir. See ya

Saturday, November 12, 2005

Í tilefni laugardagsins :O)

Hellú góða fólk!
Þar sem ég sit hér á laugardagsmorgni fyrir framan tölvuna að vafra um á netinu datt mér allt í einu í hug að þetta er í fyrsta skipti þar sem ég þarf ekki að vera að nota helgarnar mínar í lærdóm !!!! Ótrúlegt!! Ég meina auðvitað vissi ég þetta nú alveg en þetta kom bara svona allt í einu og þvílíkt hvað það var unaðsleg tilfinning að fatta þetta. Snilld :O)

En annars kíkti Valtýr á okkur skötuhjúin í gær. Sátum hér og spjölluðum og var svo ákveðið að skella sér á Hressó.... Það var bara ágætt. Hittum þar strák sem heitir Sigurjón (Grjóni), hann var með okkur á Laugum og það var mjög skemmtilegt :O)

Erum að fara á eftir að skoða íbúð hér í Bólstaðarhlíð í dag og vonandi aðra í Mávahlíð!! Já það er bara allt komið á fullt hjá okkur híhíhí. Allt gott að frétta af Leó, hann liggur núna við hliðina á tölvunni og starir á puttana á mér hahaha. Á föstudaginn fyrir viku síðan fórum við með hann til dýralæknis í sprautu, í leiðinni klippti hún á honum neglurnar. Halló!!! Viku síðar er ég gjörsamlega út klóruð. Er þetta svona fljótt að vaxa? Well er allavega að spá í að stytta þær aðeins ;O) Eigið góða helgi og heyrumst!!

Thursday, November 10, 2005

wowwww

Já hérna hér... bara að koma föstudagur eina ferðina enn. Þetta er eiginlega alveg svakalegt hvað vikan er orðin fljót að líða. En svona er þetta þegar mikið er að gera hjá manni. hahahaha Leó er í algjöru kasti núna!! Hann hoppar og hleypur útum allt díses.....æji úppósí hann hljóp á borðið hahahaha en stoppar ekki svo það hlýtur að vera í lagi með hann hahahaha. En hann er alveg frábær, algjör snúlli :O)

Ívar er að fara á sunnudaginn til Stokkhólms :( ohhh hvað ég verð einmana. Vonandi verða vinkonur mínar duglegar að koma í heimsókn til mín HA THEÓ blink blink hahahaha... Ívar kemur svo á fimmtudeginum aftur. Við verðum ekkert svaka lengi saman því á föstudagsmorguninn er ég að fara með kennurum og stjórnendum á stofnþing um skólaþróun á Selfossi. Það verður örugglega bara mjög fínt :) Ætla að gista svo hjá Lindu systir því audda verður eitthvað skrallað á selfossi með stelpunum :) víví ohh það verður örugglega brjáluð stemming :)

Hmmm hvað er meira að frétta... Já :O) ég er að fara til Frakklands fimmta eða sjötta júní og verð þar í viku með hrauneyjaskvísunum. Foreldrar Theó eiga hús í frönsku ölpunum og verðum við þar. Við fljúum til Fredrikshaven (held að þetta sé skrifað svona), tökum svo bílaleigubíl og keyrum í húsið en það er rétt við Genfarvatnið!!!! Erum ca fimm tíma að keyra en það er sko allt í lagi.... örugglega geggjað útsýni alla leiðina svo þetta verður geggjað!!! Ohhhh ég get hreinlega ekki beðið vívíví ætlum að panta á mánudaginn en ég vil helst bara panta núna!!!

Við Ívar ætlum þó saman út í sumar. Spurningin er hvort hann fljúgi út til mín þegar stelpurnar fara heim og við brunum eitthvað saman eða að ég komi heim og við svo kíkjum til Spánar í júlí. Annars kemur þetta allt í ljós :O)

Kennslan gengur mjög vel! Foreldraviðtöl fara að byrja svo maður er á fullu að undirbúa það. Ég held í fyrsta skipti á ævinni að ég er ekkert stressuð fyrir þetta. Ef maður er vel undirbúinn þá gengur þetta mjög vel svo þetta verður örugglega bara gaman :) En jæja þá er Leó kominn og hann vill athygli... allaveg stendur hann fyrir skjánum svo ég sé varla hvað ég er að skrifa híhíhi.

En hafið það allra allra best og seeeeee yyyyyyyaaaaaaaa!!!!!!!!!

Monday, November 07, 2005

Þreytt

Heil og sæl :O)

Þá er ég byrjuð að vinna aftur eftir gott vetrafrí. Mér þykir það mjög gaman, er mjög hrifin af rútínunni hehehe... veit aldrei hvað ég á af mér að gera í fríum. Annars var ég vöknuð kl. 05:40 í morgun. Fékk mér morgunmat, lék við Leó og skundaði svo í ræktina. Þar var mjög gaman og þvílíkt sem ég tók á. Var viktuð síðasta miðvikudag og svo aftur í morgun og hef ég lést næstum því um kíló ..... en æji á mjög erfitt með að taka mark á svona viktunum, það er svo margt sem getur skipt þarna máli. En samt gott mál :O) Ég held þó að ég þurfi nú ekkert að missa voða mörg kíló málið snýst eiginlega bara um það að styrkja sig og fá meira þol!!! En þetta er mjög gaman.

Fór svo strax þaðan upp í Ingunnarskóla á kennarafund og eftir hann fórum við kennararnir í fimmta og sjötta bekk á Akranes þar sem við heimsóttum Grundarskóla. Það var mjög gaman og alveg frábært að sjá þessa flottu vinnu sem þar er unnin. Þar vorum við til tvö og svo beið mín mikill undirbúningur í vinnunni. Um hálf fjögur var ég farin að fá rosaleg fráhvarfseinkenni frá honum Leó mínum að ég ákvað að drífa mig heim og klára undirbúninginn hér..... það er nú samt frekar lítill friður þar sem honum vantar mjög mikla athygli eftir að hafa verið einn heima svona lengi. Ívar var þó svo góður að kíkja aðeins á hann í hádeginu svo þetta er nú allt í fína.

Jæja þá hefst bara eðlilegt skólastarf á morgun! Hlakka mjög mikið til :O) best að fara nú að leika við kisu áður en hann ræðst á tölvuskjáinn hehehe!!! Sjáumst og heyrumst. Endilega kvittið :O) það er svooooo gaman!!!

Friday, November 04, 2005

vó... kominn föstudagur bara :O)

Heil og sæl :O)
Allt gott að frétta héðan held ég bara. Leó stendur sig svaka vel og er duglegur að gera allt sem hann á að gera. Hann er farinn að venjast okkur og vill kúra hjá okkur og þannig. Algjört krútt. Erum þó ný komin heim eftir að hafa farið með hann til dýralæknis í sprautu. Hann var SKO ekki skárri í búrinu sínu og bílnum. Ohhh mér þykir þetta alls ekki skemmtilegt :( vildi að hægt væri að fá bara heimsenda dýralækna svo þegar þarf ;O) En hann er nú eitthvað að róast sýnist mér, búinn að nötra þvílíkt, lagstur á staðinn sinn og er alveg að sofna sýnist mér!!

Annars er ég svo sem ekkert búin að gera í þessu fríi mínu nema vera með kisa. Ég er þó búin að rúnta aðeins um með mömmu og fór t.d. með henni í rúmfatarlagerinn eða rúmfó, í gær og þar keypti hún sér nýtt borðstofuborð og stóla, geggjað flott :O) Hún verður með saumaklúbb í kvöld og ég er að hugsa um að fá bara að vera með því hún ætlar að elda svo svakalega góðan mat :O) Hún sagði að það væri í lagi ef ég myndi hjálpa henni svo ef kisi verður góður um þrjú-fjögurleytið þá kannski kíki ég á hana. Svo á morgun og á sunnudag, um eitt, er ég líklega að fara vinna í Kolarportinu í um klukkutíma til að leysa hana Vilborgu af (gift Tona, bróðir Ívars). Þau voru að koma frá Hrísey í gær og ætla að selja eitthvað sniðugt þar. Um þrjú er svo afmæli á Selfossi hjá henni Anítu Líf.

Svo var annað skiptið í ræktinni hjá mér í morgun. Svaka fjör :O) en það er nú pínu erfitt að vakna um sex á morgnanna... en hann Leó hjálpar mér á fætur!! Þarf sko ekki að hafa áhyggjur af því að sofa yfir mig híhíhí :O) Allavega er ég farin að leggja mig í smástund eftir mjög svo erfiðan rúnt hér áðan!! Far vel!!

Wednesday, November 02, 2005

Fyrsti sólarhringurinn

Hæ hæ :)

Jæja þá er Leó kisi kominn í hús :) Honum vantar dálítið mikla athygli og er akkúrat núna að leika sér í hárinu á mér hahahaha. Heimferðin var honum mjög erfið. Hefur aldrei farið í bíl eða út þannig að hann reyndi eins og hann gat að komast út úr búrinu og mjálmaði alveg svakalega. Mér leið alveg hryllilega illa. Þegar við komum heim fór hann um alla íbúðina og þefa af ÖLLU!!

Eftir um klt fór hann þó að vilja leika sér í standinum sínum með boltann sinn (sem er ónýtur eftir einn sólarhring.....) Svo fann hann uppá mjög skemmtilegum leik sem felst í því að hlaupa upp og niður sófabakið með boltann í kjaftinum ... það er algjör unun að horfa á hann í þeim leik en ég er ekki viss um að sófinn sé á sama máli hahahahaha.

Hann var fljótur að finna kassann sinn og hefur bara gert sitt þar :) og er mjög duglegur að borða, drekka og þrífa sig. Hann er nú ekki alveg jafn duglegur að sofa!!!! Ég held að ég hafi sofið ca. þrjá tíma í nótt hahahaha. En ég held að það sé nú ekkert endilega honum að kenna! Ég hafði svoooo miklar áhyggjur af honum híhí, samt svaf hann á milli okkar í mestalla nótt og kúrði sig í lófann á mér. Algjör prins :O) Já ég held að það fari ekki á milli mála hversu ánægð við erum með hann híhí. Núna er hann pínu afbrýðusamur útí tölvuna, er að stinga sér undir hendina á mér :O)

En jæja að öðru!! Fór í ræktina í morgun (MJÖG ÞREYTT) Það var mjög fínt, líst vel á konurnar þarna og held að þetta verði BARA gaman! Kom mér skemmtilega á óvart að ég var léttari en ég hélt svo það er bara flott. Þá get ég bara einbeitt mér að því að styrkja mig.

Það er annars ekkert framundan, bara slaka á hérna heima og leika við kisu! Njóta þess bara að vera í vetrafríi. Theó er núna í útlandinu :( sakna hennar alveg böns mikið en það er örugglega svakalega gaman hjá henni. Hún verður nú ekkert mjög lengi, kemur aftur á fimmtudag! Þarf að fara að hringja í Berglindi vinkonu :( alltof langt síðan ég hef heyrt í henni, sakna hennar líka! Óþægilega mikið búið að vera að gera undanfarið ...

Jæja langar í kaffi og ég held að ég hafi bara aldrei skrifað jafn langt blogg áður! Nýjar myndir af Leó koma fljótlega, svona fyrir ykkur sem hafa áhuga á því :O) En nýjustu fréttir af honum eru þær að hann liggur hér við hliðina á mér og sefur... krútt :O)

Hafið það alveg svakalega gott og endilega kíkið í heimsókn :).....